Angelika Haak
Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars 2025
Angelika Haak er vídeólistamaður frá Köln í Þýskalandi. Vídeóportrett eru lykilþáttur í hennar listræna starfi. Þetta eru verk sem leika á mörkum málverka, ljósmynda, skúlptúrs og myndbandsverka. Hreyfanleg málverk eða vídeó skúlptúrar í framsetningu. Angelika Haak ransakar sleitulaust byggingu sjálfsmyndar og afbyggingu hennar í verkum sínum. Hún einbeitir sér að fólki og hugmyndum þess, hugsanaferli og hugsjónum. Vídeóportrettin eru íhugul verk, sem eiga áhrifamátt sinn að þakka samhverfu, einföldun og endurtekningu. Þau leiða áhorfandann í einbeitingu þar sem sér í hinn innsta kjarna






