Gestavinnustofa Gilfélagsins

Rými fyrir listræna vinnu, rannsóknir, ný kynni og sýningar.

Við tökum við umsóknum vegna ársins 2025 til 1. ágúst 2024.

Til að komast í umsóknareyublað smellið https://forms.gle/QtrmcM4zGVtBg7Wp9

Gjald fyrir mánuðinn er 105.000 kr. fyrir listamanninn. Viðbótargjald fyrir annan listamann/félaga/gest er 60.000 kr. fyrir mánuðinn.

Staðfestingargjald 25.000 kr. greiðist þegar umsókn hefur verið samþykkt.

Gestavinnustofa Gilfélagsins er í Listagilinu á Akureyri og hefur verið síðan 1992. Markmið okkar er að örva sköpunargáfu með samskiptum við nærumhverfið, listamenn og menningarstofnanir og leitumst við að efla samskipti á milli þátttakenda og samfélagsins.

Vinnustofan er staðsett í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Listagilinu þar sem eru vinnustofur listamanna, sjálfstætt rekin sýningarrými og Listasafnið á Akureyri ásamt veitingastöðum og börum.

Við bjóðum myndlistarmönnum að búa á vinnustofunni. Um er að ræða staka íbúð með eldhúsi, baðherbergi, svefnherbergi með eins og hálfbreiðu rúmi og vinnustofu með interneti, tveimur vinnuborðum, hillum og svefnsófa. Innangegnt er í Deigluna, viðburðarrýmið okkar. Við tökum á móti einum listamanni eða pari í einu.