Gestavinnustofa Gilfélagsins

Gestavinnustofan er laus í júní 2021 með möguleika á tveggja vikna dvöl eða lengri á þessu tímabili. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annarskonar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar varðandi  laus tímabil má nálgast hjá studio.akureyri@gmail.com

Verð fyrir mánuðinn er 80.000 kr.
Umsóknarfresturinn er opinn og umsóknir metnar eins fljótt og hægt er.
Til að sækja um vinsamlegast sendið tölvupóst á studio.akureyri@gmail.com með stuttri og einfaldri lýsingu á því sem listamaður hyggst vinna að auk sýnishorni á fyrri verkum í formi heimasíðu eða .pdf skjali. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Rými fyrir listræna vinnu, rannsóknir, ný kynni og sýningar.

Gestavinnustofa Gilfélagsins er í Listagilinu á Akureyri og hefur verið síðan 1992. Markmið okkar er að örva sköpunargáfu með samskiptum við nærumhverfið, listamenn og menningarstofnanir og leitumst við að efla samskipti á milli þátttakenda og samfélagsins.

Vinnustofan er staðsett í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Listagilinu þar sem eru vinnustofur listamanna, sjálfstætt rekin sýningarrými og Listasafnið á Akureyri ásamt veitingastöðum og börum.

Dvalartími er einn til tveir mánuðir fyrir myndlistarmenn hvaðanæva úr heiminum, tímabilið hefst fyrsta hvers mánaðar.

Við bjóðum myndlistarmönnum að búa á vinnustofunni. Um er að ræða staka íbúð með eldhúsi, baðherbergi, svefnherbergi með eins og hálfbreiðu rúmi og vinnustofu með interneti, tveimur vinnuborðum, hillum og svefnsófa. Innangegnt er í Deigluna, viðburðarrýmið okkar. Við tökum á móti einum listamanni eða pari í einu.

Myndir: Ath. að það er kominn nýr svefnsófi síðan þessar myndir voru teknar.