Reglur úthlutunarnefndar

Vinnureglur fyrir Úthlutunarnefnd Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri

  • Sérstök úthlutunarnefnd sér um úthlutun tíma í Gestavinnustofunni.
  • Stjórn Gilfélags er kosin á aðalfundi og mun hún skipa einn fulltrúa úr stjórninni í úthlutunarnefnd sem jafnframt er formaður hennar.
  • Stjórn skipar tvo Gilfélaga sér til fulltingis. Tillaga um þá er lögð fram á stjórnarfundi.
  • Umsóknarfrestur er ákveðinn af stjórn Gilfélagsins í samráði við úthlutunarnefnd en skal vera í síðasta lagi  1. ágúst fyrir árið á eftir og ber að auglýsa það með sex vikna fyrirvara.
    • Eftir að umsóknarfrestur er liðinn ber að tilkynna listamönnum um niðurstöður í síðasta lagi mánuði seinna. Lagt er til að listamenn efst á lista sé tilkynnt valið innan tveggja vikna og þá gefst gott svigrúm til að bjóða næsta ef fyrsta val afþakkar.

Tilgangur Gestavinnustofu er:

  1. Að gefa listamönnum tækifæri á að helga sig list sinni með því að leggja þeim til húsnæði í 1 – 2 mánuði.
  2. Að Akureyringar fái tækifæri til að kynnast utanaðkomandi listamönnum.
  3. Að efla alþjóðleg samskipti á sviði lista.

Eftirfarandi atriði eru höfð í huga við val á listamönnum.

  1. Listrænt starf
  2. Gæði umsóknar og erindi verkefnis til Akureyrar
  3. Störf í þágu listarinnar s.s. Kennsla, rannsóknarstörf, ritstörf og félagsstörf.
  4. Hvort umsækjendur hafi fengið samsvarar styrki áður.
  • Allir listamenn s.s. tónskáld, ljósmyndarar, arkitektar og fl. geta sótt um dvöl í vinnustofunni en að öllu jöfn gengur hæfur myndlistarmaður fyrir. Hafi umsækjandi dvalið í gestavinnustofunni innan sl. 5 ára ganga aðrir fyrir. Ath. hvort við bjóðum ekki örugglega upp á allt sem þarf til að verkefni þeirra geti orðið að veruleika.
  • Umsjónarmaður Gestavinnustofu hefur umsjón með húsnæðinu og sér um að:
  • Íbúðin sé hrein og sængurver, handklæði og fl. tilbúið til notkunar.
  • Afhenda lykil og sýna íbúðina, útskýra aðstæður, internet, símanotkun og fleira. Taka á móti 10.000 kr. þrifatryggingu og passa upp á.
  • Kynna þeim fyrir Akureyri, miðbænum, strætó og fl.
  • Tilkynna listamanni ef um uppákomu í Deiglu er að ræða.
  • Kveðja og afhenda listamanni þrifatryggingu gefið að íbúðin sé eins og listamaður kom að henni.
  • Ef dvalargestur hefur orðið valdur að skemmdum, ekki hreinsað eftir sig, eða fjarlægt það sem er eign vinnustofunnar, þá metur stjórn aðstæður og getur gert kröfu um greiðslu kostnaðar vegna endurnýjunar, hreingerningar eða það sem á við hverju sinni.

Greiðslufyrirkomulag

  • Verð fyrir dvöl er ákveðin af stjórn Gilfélagsins í samráði við úthlutunarnefnd fyrir hvert úthlutunartímabil. Um er að ræða mánaðargjald fyrir einn listamann, tvo listamenn og staðfestingargjald.
  • Þegar listamenn hafa verið valdir skulu þau greiða staðfestingargjald innan tveggja vikna.
  • 90 dögum fyrir upphafsdag dvalar skulu þau hafa greitt fullt gjald.
  • Ef listamaður sér sig ekki fært um að dvelja í gestavinnustofunni er endurgreiðslufyrirkomulag sem hér segir:
    • 90 dögum fyrir upphafsdag dvalar er endurgreitt að fullu nema staðfestingargjald
    • 60 dögum fyrir er 50% endurgreiðsla
    • Afbókanir sem berast eftir þennan tíma eru ekki endurgreiddar.
  • Stjórn Gilfélagsins gefur sér rétt til að gera undantekningar við óvenjulegar aðstæður.