Round:Motion
Sýning Katharina Kneip opnar í Deiglunni laugardaginn 17. maí kl. 14.00

Katharina Kneip (* 1990, Þýskalandi) er listakona sem vinnur þvert á miðla og nú að langtímaverkefni sínu Round:Motion. Hún nam myndlist við Listaháskólann í Münster í Þýskalandi og Vínarborg í Austurríki.
Í gjörninga- og verkefna miðuðum verkum sínum tekst hún á við tengsl okkar sem einstaklinga við okkur sjálf, líkama okkar, tímann og heiminn í kringum okkur, og notar til þess gagnvirkar staðbundnar innsetningar, hljóðverk eða teikningar.
Í núverandi verkefni sínu Round:Motion gengur hún, skíðar og siglir í norður hring um hnöttinn. Round:Motion hófst í janúar 2023 í Þýskalandi, þaðan sem hún gekk til Kirkenes í Norðaustur-Noregi. Eftir að hafa eytt heimskautanóttinni þar norður frá hélt hún áfram á skíðum til Tromsø vorið 2024 og fór með seglbát til Longyearbyen á Svalbarða. Í lok sumars sigldi hún um Austur-Grænland til Ísafjarðar, gekk til Akureyrar og eyddi síðustu mánuðum á sveitabæ í Eyjafjaðardal auk þess þveraði hún Ísland til suðurs á skíðum og stundaði göngu og skíðaferðir á svæðinu.
Næstu árin ætlar hún að halda áfram að ganga, hugsa, vinna og i samvinnu við aðra að víkka sjónarhorn sitt á þau landsvæði sem hún fer um, hreyfingu og mismunandi hliðar hetjudáða í útivist og ekki síður milli fólks og náttúru. Þetta skrásetur hún fyrir sjálfa sig aðallega í stuttum textum, skissum og myndbandsupptökum eða ljósmyndum.
Næsti hluti ferðarinnar mun liggja um Vestur-Grænland til Kanada með seglbát þaðan sem hún heldur áfram ferðinni fótgangandi.
Sýningin verður opin frá 14 – 17, helgina 17. – 18. maí. Aðgangur er ókeypis. Aðeins þessi eina sýningarhelgi!
Katharina Kneip (* 1990, Germany) is an interdisciplinary artist currently on her long term project Round:Motion. She studied Fine Arts at the Academy of Fine Arts Münster, Germany and Vienna, Austria.
In her performative and process oriented work she deals with our relation as humans to ourselves and our body, time and the world surrounding us, while combining it often with interactive, site specific installations, sound pieces or drawings.
As part of her actual project Round:Motion she walks, skis and sails around the globe on a northern route. Round:Motion started in January 2023 in Germany from where she walked to Kirkenes in North East Norway. After spending the polar night in the region she continued with ski to Tromsø in spring 2024 and joined a sailboat to Longyearbyen, Svalbard. In the end of the summer she sailed via East Greenland to Ísafjörður, walked to Akureyri and spent the last months on a farm in Eyjafjaðardalur as well as crossing Iceland from there to the south with ski and hiking in the region.
During the next years she will continue to walk, think and work together with others to widen the perspective on the regions she is passing through, movement and the different aspects of heroism in the outdoors and between human kind and nature. She documents for herself mostly in short texts, sketches or videos and photos.
The next part of her tour will lead her via West Greenland to Canada by sailboat to continue through Canada by foot.
Opening times: Sat. 17th & Sun. 18th of May 2025, 14-17