Lífskraftur – Myndlistasýning
Trönurnar bjóða ykkur á sína fyrstu samsýningu í Deiglunni laugardaginn 15. september og sunnudaginn 16. september. Opið báða dagana frá 12:00 —17:00
Aðalbjörg G. Árnadóttir
Árdís Guðborg Aðalsteinsdóttir
Dúa Stefánsdóttir
Eygerður Björg Þorvaldsdóttir
Helga Arnheiður Erlingsdóttir
Hulda Kristjánsdóttir
Lísa Björk Gunnarsdóttir
Margrét Erna Blomsterberg
Þorbjörg Jónasdóttir
Myndlistarhópurinn ber nafnið „Trönurnar“ og samanstendur af konum á breiðu aldursbili. Þegar sálir koma saman og mála skiptir aldur engu máli. Hópurinn lærði hjá Bryndísi Arnardóttur og Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni, fyrst í námsleiðinni „Listasmiðja og málun“ haustönn 2016 og síðan „Fræðsla í formi og lit“ vor og haust 2017, hjá Símey.
Við höfum haldið hópinn síðan við útskrifuðumst og málum saman einu sinni í viku. Því miður sáu sér ekki allir meðlimir hópsins fært að vera með að þessu sinni.
Vonum að þið sjáið ykkur fært að koma og skoða listaverkin okkar sem eru persónulegar hugmyndir um lífskraft.