Úr ýmsum átum, Tobba sýnir í Deiglunni
Myndlistarsýning Tobbu opnar Föstudagskvöldið 21. október kl. 19.30
Tobba – Þorbjörg Jónasdóttir er listakona sem hefur í unnið að listsköpun og handverki eftir að hún hætti í föstu starfi.
Hún lærði málun í Listaskóla Arnar Inga og teikningu og málun í Símey auk fjölda námskeiða og er nú virkur félagi í listkvennahópnum Trönunum sem málar saman og heldur sýningar. Hún nýtir olíu, akrýl, vatnslit, og blandaða tækni í verkum sínum á striga, tré og panel. Einnig sýnir hún skúlptúra úr birki, Uglufólkið, af ýmsum stærðum og gerðum og ýmislegt annað handverk allt úr endurunnu efni.
Þetta er 5. einkasýning Þorbjargar, en hún hefur einnig hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum
sýningin opnar föstudagskvöldið 21. október kl. 19.30 og er opin helgina 22. – 23. október frá 13.00 – 17.30