Íslensk Landslagsmálverk – Myndlistarsýning
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Íslensk landslagmálverk, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Roxanne Everett, í Deiglunni laugardaginn 24. mars kl. 14 – 17. Einnig opið á sunnudag kl. 14 – 17 – aðeins þessi eina helgi. Léttar veitingar verða í boði og listamaðurinn verður á staðnum.
Roxanne hefur dvalið í Gestavinnustofu Gilfélagsins í marsmánuði en eyddi einnig tíma í Listhúsi á Ólafsfirði fyrir um ári síðan. Roxanne segir um verk sín: “Málverkin sem ég hef verið að vinna að á vinnustofunni endurspegla ýmist hugarástand og aðstæður fundnar í íslensku landslagi. Verkin eru af þekktum íslenskum stöðum, en fyrir mig þá er það að finna hið sérstaka í hinu algenga landslagi sem grípur athygli mína, einkum að finna mynstur, endurspeglanir og áferðir.”
Flest þessara verka eru akrýlmálverk en á meðan dvölinni stóð hef ég líka kannað nýja miðla. Þau eru aðallega unnin hér í Listagilinu en einnig eru nokkur sem ég byrjaði eða kláraði í Listhúsi á Ólafsfirði í febrúar 2017. Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri, að geta haldið áfram að vinna hérna á Íslandi og að geta sýnt þessa seríu. Ég mun halda áfram með þetta verkefni þegar ég fer aftur heim til Seattle.”
Roxanne Everett er landslagsmálari sem leggur áherslu á vistfræði og fegurð náttúrunnar, sérstaklega óbyggðirnar og afskekkt svæði. Markmið hennar er að flytja áhorfendurna til þessara staða og hvetja þá til að móta dýpri tengsl við landið auk þess að endurnýja tengsl þeirra við fyrri reynslu. Í samfélagi sem verður sífellt þéttbýlara deila málverk hennar mikilvægi og fegurð náttúrulegs landslag með áhorfendum, þar á meðal þeirra sem hafa ekki möguleika á að upplifa þessa staði.
Roxanne starfaði sem arkítekt og síðan í tuttugu ár sem landvörður í Bandaríkjunum. Hún hefur áður verið gestalistamaður í Wyoming og Oregon í Bandaríkjunum, Bilpin í Ástralíu og Listhúsi, Ólafsfirði en dvelur nú í gestavinnustofu Gilfélagsins. Hún býr hálft árið í þéttbýli í Seattle og hálft árið í agnarsmáu og einangruðu samfélagi sem er aðeins hægt að komast að á báti.
Roxanne hlaut BA-gráðu í arkitektúr frá Háskólanum í Idaho árið 1983 og master í skógarvistfræði frá Háskólanum í Washington árið 1994. Hún lauk starfsþróunarverkefninu Washington State EDGE starfsþróunarverkefni fyrir myndlistarmenn árið 2011.
Málverk Roxanne eru reglulega sýnd í Bandaríkjunum og eru varanlega sýnd í fjórum miðstöðvum þjóðgarða í vestur Bandaríkjunum.
///
You are invited to the opening of Icelandic Landscape Paintings by artist in residence Roxanne Everett in Deiglan on Saturday, March 24th at 2 – 5 pm. Also open on Sunday at 2 – 5 pm. Please join us for light refreshments and the artist will be present.
Roxanne says about her stay: “The paintings that I worked on at the Gil artist residency reflect the various moods and conditions found across the Icelandic landscape. Most of the artwork in this series are acrylic paintings but, while here, I’ve also explored using other mediums in my work. Paintings include several well known Icelandic locations. But for me, it is finding the extraordinary in the common everyday landscape that always captures my attention, especially in finding the patterns, reflections and textures within. The majority of the pieces were worked on while at residence here at Gil. Others were begun or completed at Listhus artist residency in February, 2017. I’m very grateful for this opportunity to continue my work on Iceland and for the chance to exhibit this series. Work done here will be continued when I return back home (Seattle, WA, USA).”
Roxanne Everett is a contemporary landscape painter. Her work focuses on the ecology and scenic quality of the natural environment, especially wilderness and remote areas. Her objective is to transport viewers to those locations and urge them to forge a deeper relationship with the land while renewing any connections from their own previous experience. With a culture that is increasingly marginalized to urban areas, her paintings share the importance and beauty of the natural landscape with viewers, including with those that may not otherwise be able to experience such a place first hand.
Roxanne worked first as an architect and later spent twenty years as a National Park Ranger in the US. She has been an artist in residence for Big Ci, Bilpin, Australia (2017), Listhus in Olafsfjordur, Iceland (2017), Playa Arts (Oregon – 2016), Brush Creek Arts (Wyoming – 2016), Jentel Arts (Wyoming – 2015), as well as for several National Parks Artist in Residence programs. She lives half of the year in the urban landscape of Seattle, WA and the other half in a tiny isolated community that is reachable only by boat.
Roxanne received a Bachelor of Architecture from the University of Idaho in 1983 and a Masters of Forest Ecosystems from the University of Washington in 1994. She completed the Washington State EDGE professional development program for artists in 2011.
Roxanneʼs work is regularly exhibited in the U.S. and has her work permanently exhibited in four western National Park Visitor Centers.