Grænn markaðsdagur – Plastlaus September
Laugardaginn 14. september kl. 12 – 16 mun fara fram markaðsdagur í Deiglunni á Akureyri, þar sem kynntar verða umhverfisvænar vörur. Bambustannburstar, hársápustykki, bývaxfilmur, fjölnota kaffipokar, taubleyjur og ýmislegt fleira. Sjón er sögu ríkari!
Söluaðilar á markaðnum eru:
Mena, Modibodi, Vistvera, Lóló verslun, Mjallhvít, Jógu búð, Ethic, Fjölnota.is og Tropic.is.
Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
Nánari upplýsingar um Plastlausan september:
Plastlaus september er árvekniátak, sem haldið var í fyrsta sinn í september 2017. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka plastnotkun. Gríðarlegt magn af einnota plasti endar í landfyllingum og í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til, það brotnar niður í smærri einingar en eyðist ekki.
Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við getum valið hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, heilan mánuð eða til frambúðar.