Grafíkþríæringur – Opið umsóknarferli
Grafíska Sällskapet, Sænsku grafíksamtökin munu halda keflinu áfram með Norrænan Grafíktriennal í samvinnu við Galleri Sander, Trelleborg museum og Kulturhuset i Luleå.
Sýningin mun vera fyrst á þremur stöðum í Svíþjóð á árinu 2020.
- Í bænum Norrköping er Galleri Sander, þar hefst sýningin í janúar 2020 frá 25. til 14. mars.
- Trelleborg Museum, 4. april til 23. maí
- Luleå Art Galleri 29. ágúst til 1. nóvember.
Þannig að fyrst í upphafi árs 2021 getur hún orðið á Íslandi.
Þessi Norræni grafíktríennal er framhald af GraN sýningunni sem var haustið 2015 í Listasafninu á Akureyri
Áætlað er að sýningin muni ferðast milli Norðurlandanna og er áætluð í Listasafninu á Akureyri 2021. Spurning með hvort eitthvað safnið í Reykjavík, eða Norræna Húsið hafi áhuga á að fá sýninguna til sín.
Í samband við sýninguna er áætlað að gefa út bók, en sýningunni mun fylgja að auki vegleg sýningarskrá.
Bókinni er ætlað að varpa sýn á stöðu grafíklistarinnar í hverju landi og mun Ísland vera þar með kafla um stöðu listgreinarinnar á íslandi í dag. Þurfa grafíklistamenn, Íslensk Grafík og GraN að huga að ritstjórn fyrir þetta verkefni. En stefnt er að því að greiðsla fyrir vinnu við skrif, myndatökur, eða hvernig sem verkið hér verður unnið, verði innt af hendi.
Þessi vinna þarf að fara fram á vormánuðum og vera tilbúin til prentverk í nóvember 2019.
- Umsókn er opin öllum professional listamönnum í öllum Norðurlöndunum
- Hverskonar þrykkaðferðir koma til greina, það eina sem þarf er að grafíska þrykkaðferðin sé í forgrunni, en þrívíð grafíkverk eru möguleg, fylgi þeim ljós leiðsögn um um hvernig skuli sett upp til sýningar. Flutningskostnaður og frágangur, sem tengist slíku verki er ekki greiddur af Tríennalnum.
- Hámark fjöldi verka sem hver getur sent er 5 verk og meiga þau ekki vera eldri en frá árinu 2015. Mögulegt er að láta fylgja, á einu blaði A4, lýsingu á verkunum, ef ljósmynd gefur ekki rétta mynd af þeim.
- Til að umsóknin verði gild og tekin fyrir í dómnefndinni þarf að vera búið að greiða þatttökugjald sem er 400 sænskar kr./40 EUR (um 5.500 Ískr)
- Greiðslan þarf að berast fyrir 25. mars, eða ekki síðar en 17. apríl 2019 á reikning Sænska Grafíkfélagsins IBAN SE90 9500 0099 6026 0910 1288 Vinsamlegast látið fylgja greiðslunni, nafn, heimilisfang og merkt Triennal 2020.
- Umsóknin er í formi ljósmynda af verkunum og verða að vera á pappír ekki stærri en A4. Ekki senda slides eða á USB kubb. Ljósmyndirnar þurfa að fylgja umsóknarblöðunum ífyllt rétt og áritað af listamanninum. Ljósmynunum verður ekki skilað.
- Umsóknarfresturinn er frá 13. mars til 17. apríl. Póststimpillin gildir. Seinar og ekki rétt í útfylltar umsóknir munu ekki vera teknar gildar. Umsóknirnar skulu sendar til: Grafíktriennal XVI c/o Grafiska Sällskapet, Hornsgatan 6, SE-118 20 Stockholm.
- Dómnefndin er skipuð fulltrú frá Sænska grafíkfélaginu Eva Spikbacka og fulltrúum frá listasöfnunum sem hafa tilkynnt þátttöku. niðurstöðu dómnefndar verður ekki áfrýjað.
- Niðurstaða dómnefndar verður send til umsækjanda í júní/júlí 2019.
Valin listaverk óskast send í sýrufríum 2 millimeters kartong í standard stærðum. Verk sem eru stærri en 70 x 100 cm og þrykk á mismunandi efni þarf ekki að setja i kartong. Upplýsingar um standard stærðir er gefið upp í upplýsingum frá skipuleggjendum.,
Verkin sem verða valin þarf að senda til:
Galleri Sander, Norrköping
Norra Promenaden 33
602 38 Norrköping
Umsókn um þátttöku í sýningunni verður opin frá 13. mars til 17. apríl núna 2019
- Umsóknarupplýsingar og umsóknareyðublað finns hér til að hlaða niður : Grafiktriennal_XVI_Ans-SE [285KB]
Umsækendur þurfa að senda útfyllt umsóknareyðublað og pappírskópíur af grafíkverkunum á góðan ljósmyndapappír (ekki stærra en A4) í umslagi merkt: Grafíktriennal XVI c/o Grafiska Sällskapet, Hornsgatan 6, SE-118 20 Stockholm.