Stjórnarfundur 28. júní 2018
- stjórnarfundur nýrrar stjórnar starfsárið 2018/19
Haldinn á vinnustofu Guðmundar Ármanns, Kaupvangsstræti 14b, 28. júní kl 17
Mætt eru Guðmundur Ármann, Aðalsteinn, Ingibjörg, Sigrún Birna, Heiðdís , Sóley Björk og Ívar.
- Borist hefur erindi frá skólastóra Leiklistarskóla LA:
Stjórn tekur mjög vel í erindið og sér tækifæri í því að fá leiklistarstarfssemi í Deigluna. Stjórn vill óska eftir fundi með Jennýju, Sigrún Birna sendi póst og óskar eftir fundi sem fyrst.
- Formaður myndlistarfélagsins hafði samband og óskar eftir því hvort Myndlistarfélagið og Gilfélagið gætu ályktað, um framtíð myndlistarmenntunar á Akureyri og nýtingu húsnæðis í Listagilinu. Stjórn tekur vel í hugmyndina.
Guðmundur verður í sambandi við Karólínu og kemur á fundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið 18:10