Sumarakvarell í Deiglunni
Sumarakvarell´19 í Deiglunni í Listagili
Guðmundur Ármann Sigurjónsson er myndlistarmaður og myndlistarkennari nú á eftirlaunum.
Ferill:
Á fjórða tug einkasýninga og þáttaka í fjölda samsýninga, var valinn 2016, af dómnefnd til að taka þátt í norræna vatnslitasýningu 2017 og einnig á alþjóðlegri vatnslitasýningu, Fabriano 2018 og 19
Menntun: Sveinspróf í prentmyndagerð, BA-nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands,
meistaranám við Valands listaháskólann í Gautaborg. Kennsuréttindi frá kennaradeild Háskólanns á Akureyri M.Ed í menntunarfræðum 2012.
Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er fyrir byrjendur.
Helstu áherslur:
• Almennur undirbúningur og fróðleikur um vatnslitatækni og mismunandivatnslita pappír, líma upp, eða ekki líma upp. ,
• Farið verður í vatnslitaaðferðina, að mála vott í vott.
• Umræða um teikningu, myndbyggingu, málun og mótífval.
- Meðal annars verður stuðst við ljósmyndir.
Kennsluaðferðir:
Verklegar æfingar nemenda og leiðbeining, umræður og sýnikennsla.
Staðsetning:
Deiglan Listagili Kaupvangsstræti 23 Akureyri
Tími:
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. júní kl 16 – 20, miðvikudag 12. kl 10 til 16,00 og fimmtudaginn 13. kl. 10 til 16,00
Gjald: 23.000 + 3000 í efni og kost
Námskeið er 16 tíma, innifali, límbönd, þrjár vatnslitarkir 25 x 35 cm.
súpa á laugardag og sunnudag, kaffi, og brauð.
Fjöldi: 7 þátttakendur
Frekari upplýsingar í síma 864 0086
Skráning:
Í netfang , garman@simnet.is upplýsingar um síma og netfang óskað við skráningu.
Fyrsti tíminn:
Nemendur taki með sér í fyrsta tíma, pensla og einhvert tau,( t.d. gamalt handglæði). nemendur fá 3 arkir 25 x 35 sm Langton 300 gr. (eitthvað verður af pappír til sölu á staðnum). Gott að hafa með sér spjöld til að líma vatnslitaarkirnar upp á svona 40 x 50 sm furu-greni krossviður, um 8 mm þykkur, tvö stykki. annars bara að taka þau spjöld sem þið eigið. Þessi krossviður fæst í Húsasmiðjunni og þeir saga í rétta stærð. Litabakkar, krukkur undir vatn og tuskur, eru á staðnum.
Takið með þá liti sem þið eigið, Takið með ykkur pensla fyrir vatnsliti, stóra, meðalstóra og litla.
Eitthvað verður af spjöldum, penslum og límbandi á staðnum. Sendi ykkur lista yfir nauðsynlega liti í byrjun maí.