Nítján þúsund klukkustundir
Myndlistarsýning Fannýar Mariu Brynjarsdóttur opnar á laugardaginn, 6. ágúst kl 14.00
Fanný María Brynjarsdóttir lauk námi frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2020 og hefur síðan þá þróað sinn stíl og haldið í þær áttir sem hugurinn leiðir hana. Á sýningunni má finna úrval þeirra verka sem sköpunargáfan hefur kallað fram síðustu 19.000 klukkustundirnar.
Fanný María Brynjarsdóttir fæddist á Akureyri árið 1967. Fyrstu árin bjó hún í Hrísey, perlu Eyjafjarðar, en fluttist níu ára gömul til Akureyrar og hefur búið þar nær óslitið síðan.
Hún er með vinnustofu í miðbæ Akureyrar og fæst aðallega við olíumálun og akrýlmálun, en einnig einþrykk og vatnslitamálun, og nýtur þess að skapa hvað sem henni dettur í hug hverju sinni.
Sýningin er opin Laugardag 6. og sunnudag 7. ágúst, frá 14 – 17.