Málverkasýning Bjarka Skjóldal
Opnar í Deiglunni föstudaginn 28. júní kl 14.
Sýningin verður opin helgina 29. og 30. júní frá kl. 14 -17.
Bjarki Skjóldal er borinn og barnfæddur Akureyringur. Fæddur 06.08.95. Ólst upp á eyrinni og gekk í Oddeyrarskólann og síðan VMA. Hann hefur skrifað og gert teiknimyndarsögur frá æsku en vinnur nú að gerð myndskreyttrar barnabókar. Hann byrjaði að mála fyrir nokkrum árum og hefur sótt sér margskins þekkingu á námskeiðum og í gegnum fjarkennslu. Myndlist Bjarka er mjög ígrunduð og litast af áhuga hans á mannkynsögu og mannlegu eðli en er um leið tímalaus og flæðir eins og á án farvegs. Hann mun sýna akrýl og olíuverk sem hann hefur gert á síðustu miserum. Þetta er fyrsta einkasýning Bjarka.