Jorge Corpuna – Vatnslitanámskeið
Einn eftirsóttasti og mest spennandi vatnslitamálari samtímans heldur tveggja daga námskeið á Akureyri helgina 6.-7. september.

Jorge Corpuna er þekktur fyrir heillandi vatnslitamyndir sem fanga stemningu og dýpt landslagsins á einstakan hátt.
Á námskeiðinu er veitt innsýn í það hvernig má nota ljós og skugga, liti og áferð, til að túlka náttúruna og það sem fyrir augu ber. Jorge hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vatnslitamyndir sínar og verðlaun um allan heim. Hann fæddist 1993 í Cusco í Perú og er útskrifaður í málaralist með áherslu á vatnsliti frá Listaháskólanum í Arequipa.
UPPSELT!


