Að fanga dramatík íslensks landslags með pastellitum. – Námskeið
Að fanga dramatík íslensks landslags með pastellitum.
Námskeið með Susan Singer, 10-11 nóvember kl. 10 – 16 í Deiglunni. 10 nemendur.
Verð, 30.000 kr. – efni innifalið. Möguleiki á endurgeiðslu frá stéttarfélögum gegn framvísun kvittunar. 5.000 kr. Staðfestingargjald við skráningu.
Nemendur læra um möguleika þurrpastellita og vinna landslagsmyndir. Farið verður yfir helstu strauma og stefnur, hvernig litirnir eru búnir til og hvernig þeir eru notaðir, mismunandi tegundir pastels og pappír og hvernig er unnið út frá . Susan verður með sýnikennslu.
Nemendur munu vinna myndir út frá uppstillingu og út frá ljósmyndum. Farið verður yfir hvernig er unnið út frá landslagsljósmyndum, hvernig á að taka góða ljósmynd til að vinna út frá, ef veður leyfir verður farið út til að taka myndir.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með einhverja reynslu í teikningu eða málun. Kennt verður á ensku.
Hafa skal meðferðis:
Pastelliti og sandaðan pappír ef þið eigið til.
Skissubók,teiknifæri.
5-10 landslagsljósmyndir, helst sem þið hafið tekið sjálf útprentaðar á A4 pappír.
1-2 ávexti fyrir uppstillingu á laugardag.
Hádegismat, miðað er við 30 mín. hádegishlé hvorn dag.
Myndavél eða síma til að taka myndir.
Susan Singer er myndlistarmaður frá Virginíu í Bandaríkjunum. Hún vinnur helst með pastel, olíu og bókagerð. Í þriggja daga stoppi á Íslandi árið 2015 varð hún ástfangin af Íslandi og síðan þá hefur hún eytt eins miklum tíma hér og mögulegt við að mála íslenska landslagið. Hún hefur sýnt þessi verk, bæði í Deiglunni 2016 við lok gestavinnustofudvalar sinnar þar og í ýmsum galleríum í Bandaríkjunum. Meðfram myndlistinni er Susan líka kennari sem nýtur þess að hjálpa nemendum sínum að kynda undir sköpunargáfunni og bæta kunnáttu sína. Susan dvelur sem gestalistamaður í Gamla Skóla í Hrísey í nóvember.
Skráning og nánari upplýsingar hjá gilfelag@listagil.is
Skráningarfrestur er til 5. nóvember
Dvöl Susan er styrkt af Akureyri Backpackers