„Heima er best“ Sýning!

Thora Love myndlistarmaður opnar sýninguna „Heima er best“
í Deiglunni n.k. Föstudag 25.júlí kl.17:00-19:00
Einnig opið laugardaginn 26.júlí kl. 17:00-19:00
Thora er gestalistamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Thora rýnir í „Heima er best“ og veltir fyrir sér hvernig og hvort gamlar frásagnir og svarthvítar ljósmyndir „Heima er best“ tali við samtímann. Hver er munurinn á vinabeiðni á facebook og bréfaskipti beiðni í Heima er bezt?
Thora nam myndlist 2010 í Evrópsku Lista Akademíunni í Trier í Þýskalandi og hlaut þaðan BA gráðu. Hún útskrifaðist með meistaragraðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2023. Auk meistaragráðu í Listkennslufræðum frá LHÍ 2025.