HAN skaut fyrst – Bíó
Sýningin hefst kl. 21 þann 21. ágúst í Deiglunni í Listagilinu.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Hörðustu aðdáendur Star Wars kannast eflaust við máltækið “HAN skaut fyrst” en það er tilvísun í umdeilt atriði í upprunalegu útgáfu Star Wars – a New Hope frá árinu 1977. Eins og máltækið segir til um skaut Han Solo mannaveiðarann Greedo, á vafasömu búllunni Mos Eisley á Tatooine, af fyrra bragði en ekki eftir skot frá Greedo eins og flestir muna. George Lucas fannst þetta gera Han Solo að köldum morðingja og ekki lýsa persónunni rétt og lét breyta atriðinu en margir segja það hafa verið byrjunina á endalausum breytingum hans á Star Wars myndunum. Flestir muna því ekki eftir upprunalegu 35mm kvikmyndahúsaútgáfunni sem kom síðar út á VHS í 4:3 stærð, sem þýðir að búið er að taka vel af hliðum myndflatarins.
Fyrir mörgum árum fór sá orðrómur af stað að einhverjir væru að safna upprunalegu 35mm filmubútum myndarinnar og árið 2016 kom loksins í ljós af hverju. Meðlimir hóps undir nafninu Team Negative 1 höfðu með ótrúlegum hætti púslað bútunum saman, skannað inn í háskerpu, hreinsað og litaleiðrétt 35mm kvikmyndahúsaútgáfu myndarinnar. Ferlið tók heil fjögur ár og mörg þúsund klukkustundir. Útgáfan er kölluð Star Wars Silver Screen edition og er vitaskuld ekki viðurkennd af George Lucas né Disney og ólíklegt að það verði einhvern tímann gert. Nú gefst þér tækifæri til að sjá útgáfuna sem gestir kvikmyndahúsa fengu að sjá þann 25. maí árið 1977 en með nútímatækni háskerpunnar. Mögnuð mynd sem allir aðdáendur Star Wars verða að sjá.
Pop og kók í boði á meðan birgðir endast.