Stjórnarfundur 15. okt. 201
Stjórnarfundur Gilfélagsins Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.
Fundurinn var haldinn 15.11.2021
Mættir: Erika Lind Isaksen, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Heiðdís Hólm, Arna G. Valsdóttir
Dagskrá:
1 Styrkumsóknir
2 Sögusýningin
3 Aðrir viðburðir
4 Þrif í Deiglu
5 Auglýsingar v. Sýninga
6 Jólamarkaður?
7 Samstarf við Menntaskólann
8 Námskeiðshald.9
Önnur mál.
StyrkumsóknirHeiðdís tekur að sér að gera umsóknir til Norðurorku og Akureyrar fyrir Sögusýningu. Skilafrestir eru 19.nov og 28.nov.
2. Sögusýningin
Undirbúningsnefndin hefur unnið mjög gott starf og það stefnir í mjög góða sýningu.Ástæða til að halda annan fagnað í tengslum við sýninguna. Gott væri að virkja gilfélaga til að skipta með sér yfirsetu og aðstoð í tengslum við sýninguna.
3. Aðrir viðburðir
Arna tekur að sér að hafa samband við Jón Hlöðver varðandi heita fimmtudaga. Mögulega 1 fyrir jól og 1 í tengslum við sýninguna.
4. Þrif í Deiglu
Við höfum mikið rætt en ekki komið skipulagi á. Nauðsynlegt að koma þessum málum á hreint.Stjórnarmeðlimir eru að þrífa á milli viðburða.
5. Auglýsingar v. Sýninga
Umræða um hvort við komum upp einhverju standard skjali – mögulega plöstuðu sem hægt væri að skrifa á með tússi. Erika skoðar málið og gerir tillögu.
6. Jólamarkaður?
Steini, Jana og Erika hjálpa til við uppsetningu. Heiðdís útbýr auglýsingu. Staðlaður tölvupóstur. Max 18 borð vegna Covid. Skoða með veitingar – heyra í Sigrúnu Birnu.
7. Samstarf við Menntaskólann
Steini talaði við Kötlu frá MA og stefnt er á viðburð eftir páska.
8. Námskeiðshald.
Hugum að námseiðshaldi eftir sögusýninguna. Athuga hvort G. Ármann geti verið með grafíknámskeið.
9. Önnur mál.
Sigbjörn gestalistamaður þurfti að fara heim vegna veikinda. Spurning hvort við getum sýnt vídeó frá honum og þá hvernig við stöndum að því.
Heiðdís flytur heim í desember og fögnum við því.
Hvað með rekstrarstyrki? – samningarnir okkar eru lausir í janúar.
Fundi slitið