Saga Gilfélagsins
Gilfélagið verður 30 ára í ár og í tilefni þess stendur til að rita sögu félagsins. Við erum að safna saman efni tengt félaginu og hér eru myndir fengnar hjá Minjasafninu á Akureyri, upphaflega birtar í Degi við upphaf félagsins. Við hvetjum alla sem eiga til myndir eða sögur frá starfstíma félagsins til að senda okkur á gilfelag@listagil.is eða hafa samband við stjórnarliða.