Málverkasýning Svanheiðar Ingimundardóttur í Deiglunni
Sýning Svanheiðar opnar föstudaginn 30. júní kl 11.
Sýningin stendur til sunnudags 2. júlí og er opin frá 11 – 16 alla dagana.
Svanheiður Ingimundardóttir/Svansý sækir innblástur við listsköpun sína að miklu leiti í náttúru Íslands sem hún tengist sterkum böndum. Hún heillast af eignleikum vatns og lita og hve ólíkt flæði þeirra er eftir gerð pappírsins sem valin er. Svansý hefur tekið þátt í fjölda samsýninga.
Svanheiður ólst upp á Suðurlandi og bjó þar til ársins 1995 er hún fluttist að Bifröst þaðan sem hún útskrifaðist 1998. Eftir námið starfaði hún við skrifstofustörf en innra með henni blundaði alla tíð þrá til að skapa. Þann draum lét hún svo loks rætast árið 2015 þegar hún skráði sig í myndlistanám sem hún stundaði næstu ár með vinnu og hefur sótt námskeið í vatnslitamálun hjá fjölda listamanna, innlendra og erlendra. Svanheiður er einn af stofnendum Vatnslitafélags Íslands og hefur verið ritari félagsins frá stofnun þess.
Eftir starfslok hefur Svanheiður helgað sig alfarið vatnslitamálun.
Töfrar vatns og lita er fyrsta einkasýning hennar.
Svanheiður Ingimundardóttir/Svansý draws her inspiration mainly from Icelandic nature which she has strong ties to. She is fascinated with the interaction of water and colors and how differently they flow depending on the type of paper used. Svansý has participaded in a number of joint exibitions.
The Magic of Water and Colors is her first solo exhibition.
svansy@gmail.com Tel: +354-898 9229 – Instagram: Art Svansý – Facebook: Art Svansý