Sumartími – Myndlistasýning
Jónasína Arnbjörnsdóttir opnar myndlistasýninguna Sumartími í Deiglunni föstudaginn 28. júní kl. 17:00. Sýningin er einnig opin laugardag og sunnudag 29. – 30. júní kl. 14 – 17. Verið öll hjartanlega velkomin.
Jónasína segir um vinnu sína: „Ég hef sterka tengingu við gamalt sveitalíf, enda eru mínar rætur þar, sólskin að morgni… dreyfing á heyi úr sátum
og snúið með hrífu. Engjaheyskapur og minnisstætt hvað ég sat og horfði á störina speglast í mýrinni hvernig hún skáaðist í fletinum.
Berjatínsla og fjallagrasaferðir, síðar skógrækt og enn síðar blómaskreytingar og meðferð afskorinna blóma.
Það er því augljóst að náttúran, – allt frá minnsta blómi til hæstu fjalla, hefur haft sterk áhrif og vitna verkin mín um það.“
———————————————————————————
Jónasína er fædd í Þingeyjarsveit árið 1945. Hún stundaði myndlistarnám í Símey 2013 – 2015 og setið námskeið í Myndlistaskólanum á Akureyri ognokkur vatnslitanámskeið hjá Guðmundi Ármanni.
Þetta er 3. einkasýningin, áður hefur hún sýnt í Safnahúsi Húsavíkur og Golfskálanum Jaðri á Akureyri auk ýmissa samsýninga þ.á.m. Nordiska Akvarellsallskäpet í Norræna Húsinu Reykjavík, NAS och The Royal Watercolour Society of Wales og þriggja samsýninga í Deiglunni á Akureyri.
*Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan