Dylan Anderson
Gestalistamaður Gilfélagsinns í desember 2024
Dylan Anderson listamaður búsettur í New York borg sem vinnur með filmu ljósmyndun. Í myndum sínum kannar hann tímabundin tengsl. Hann leitast við á að skapa dínamík þar sem unnið er með samspil andlitsmynda og kyrralífsmynda af nánu og hversdagslegu viðfangi.
Gestavinnustofa Gilfélagsins er fyrsta vinnustofudvöl Dylan. Mikið af tíma sýnum nýtir hann einangrun við að skoða og raða ljósmyndum síðasta árs. Myndirnar samanstanda mest megnis af af hundaportretum, hljóðlátu myndefni af borgarbúum og stækkunum. Daglega skýtur hann myndir í takmarkaðri desember birtunni á 35mm filmu með ósköp venjulegri myndavél.Á sýningunni 27. til 29. desember næstkomandi sýnir Dylan eldri verk í samtali við ný, þar sem takast á hugmyndir nýs veruleika í nýjum verkum við þau sem fyrir eru.
Dylan lauk Bachelor of Fine Arts gráðu í ljósmyndun frá Parsons School of Design árið 2023. Verkefni hans ‘Warm Vicinity’ komst á lista fyrir Landskrona Foto Residency í samvinnu við PhMuseum’s Photography Grant 2023. Dylan hefur sýnt ljósmyndir í Salmagundi Art Club & Parsons School of Design, hvorutveggja í New York borg.
Frekari upplýsingar um Dylan er að finna hér dylananderson.co og á Instagram @predylan.