Photography – Ljósmyndun
Sýning ágúst gestalistamanna Gilfélagsins Hermann Vierke og Jutta Biesemann opnar laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00 í Deiglunni.
Sýningin verður opin helgina 24. – 25. ágúst frá 14 – 17 báða dagana.
Ljósmyndun er viðfangsefni listamannanna.
Jutta Biesemann sýnir kyrralífsmyndir af munum sem hún sem hún fann í gestavinnustofunni og í verslun hér á Akureyri með notaða muni og bjó til uppstillingar fyrir ljósmyndunina. Auk þess sýnir hún nokkrar svarthvítar myndir úr íbúð sem þau tvö höfðu til umráða áður en gestavinnustofu dvöl þeirra hófst. Samhliða mun hún kynna nokkurskonar konar dagbók af dvalartímanum þar sem hún sameinar texta um daglegt líf og litlar myndir. Í viðbót við þetta mun Jutta varpa á vegg ljósmyndum frá ferli sínum sem ljósmyndar
Hermann Vierke sýnir myndir af flöskutöppum þeim sem hann fann fyrir utan húsið og verða sýndar í vinnustofu hans.
Hann mun einnig kynna mislyndar land- og sjávarmyndir sínar, frá Norðursjávarströnd strönd Niðurlanda.
Frekari upplýsingar um Herman og Jutta má finna á gestalistamanna síðu vefsins.