Jutta Biesemann & Hermann Vierke
Gestalistamenn Gilfélagsinns í ágúst 2024.
Jutta Biesemann
Gilfélagið er önnur vinnustofudvöl Jutta. Ljósmyndin er hennar helsti miðill en hún vinnur líka í innsetningum. Jutta vinnur mest upp með kyrralífsmyndir. Vegna þeirra leitar hún að hlutum í umhverfinu sem hún tekur með heim á ljósmyndaborðið sitt. Í sérlegu uppáhaldi eru gamlir notaðir hlutir sem gjarnan eiga sér geymda sögu.
Auk þessa vinnur hún að þáttum „heilunar“ á fyrrverandi stofnunum geðlækninga. Vegna eigin reynslu af veikri móður vann hún táknrænar insetningar sem leiddu í átt að fyrirgefningu.
Síðastliðin þrjú ár fhefur hún unnið að myndröðinni „Verndarar náttúrunnar“. Hún setur þessa verndara upp á viðkvæmum stöðum í náttúrunni til að gera okkur grein fyrir hvaða merkingu náttúra og loftslag hafa fyrir okkur öll. Hingað til eru uppáhaldsstaðir hennar fyrir verndarana, De Wadden Zee og sandöldur hans í Hollandi, vötn í Finnlandi, flugvellir í Japan og einnig yfirfullar borgir. Jutta er fædd 1959, er með BFA-gráðu frá háskólanum í Münster í Þýskalandi og hún hlaut meistaragráðu í ljósmyndun árið 2019. Síðan 2014 hafa myndir hennar verið sýndar víða í Þýskalandi og Hollandi.
Hermann Vierke
Hermann Vierke er þýskur en hefur búið í Hollandi í yfir 40 ár. Hann fylgdi hollenska „Fotovakschool“ en er að mestu sjálfmenntaður. Fyrir hann er ljósmyndun verulega alvarlegt áhugamál en Hermann starfar sem hegðunar-sálfræðingur. Hann sérhæfir sig í makro kyrralífsmyndum, týndum stöðum og mislyndu landslagi. Fyrir makro-kyrralífsmyndirnar leitar hann að aflöguðum flöskutöppum á götunni. Þeir eru glataðir, og yfirkeyrðir af umferðinni sýna þeir margslungin og litríkan míkrókosmos fyrir framan makro linsuna. Yfirgefnir staðir heilla vegna þess fólks sem þar bjó og starfaði. Í þunglyndislegum landslagsmyndum sínum reynir Herman að ná andrúmslofti liðins tíma. Í skapmiklu landslaginu leitast hann við að kalla fram ríkuleika litatónana og innra samspil þeirra.