Sirkussmiðja Húlladúllunnar
Sirkusmiðja fyrir börn og unglinga á aldrinum 8 – 16 ára. Þátttakendur kynnast töfrum sirkuslistanna á skemmtilegu viku löngu námskeiði. Við munum húlla, djöggla slæðum, boltum og hringjum, leika okkur að þyrilstöfum og sveiflusekkjum, læra fimleikakúnstir, láta eins og alvöru trúðar, vagga á veltibrettum, halda jafnvægi á töfrafjöðrum, uppgötva ný not fyrir tannbursta og skemmta okkur virkilega vel saman. Í lok námskeiðs setjum við upp litla sýningu fyrir foreldra og vini.
Kennt verður í Deiglunni og utandyra eftir því sem veður leyfir dagana 17 – 21 júlí klukkan 9 – 13. Verð 15.000, 10% systkinaafsláttur, 20 klst. alls.
SKRÁIÐ ÞÁTTAKENDUR HÉR: https://docs.google.com/
Húlladúllan veitir nánari upplýsingar hér á Facebook, í tölvupósti: hulladullan@gmail.com og í síma 612 2727
Húlladúllan, eða Unnur María Máney, er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona Hún hefur starfað við sirkuslistir og kennslu í Mexíkó, á Íslandi og Bretlandi. Hún hefur mikla reynslu af skapandi barnastarfi. Hún sá m.a. um skipulag og kennslu við Æskusirkus Sirkus Íslands árin 2013 – 2016 og hefur einnig kennt fyrir Kramhúsið, Listdansskóla Hafnarfjarðar, Heilsuskóla Tönju og breska sirkusfyrirtækið Let’s Circus.
Áhersla er lögð á sköpunargleði, samvinnu og það að þáttakendur uppgötvi eigin styrkleika.
Staðsetning: Deiglan (Gilfélagið – Listagil)
Ég er hluti af Listasumri!
#listasumar