Eitt tré, margar víddir
Joris Rademaker opnar sýninguna sína Eitt tré, margar víddir, í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri, föstudaginn 3. október kl 17-20.

Þetta er þriðja sýningin í sýningarröðinni í Deiglunni. Þar sem ólíkir þættir trésins eru í brennidepli.
Fyrsta sýningin hét Leitin að vatni, (2023) og fjallaði um rætur trésins. Á persónulegan hátt tengist þetta því að festa rætur í nýju landi, sem útlendingur.
Önnur sýningin hét Skildar leiðir, (2024) og fókusinn var á trjágreinunum. Greinar skiptast altaf í tvennt aftur og aftur og þannig getur tréið vaxið. Á táknrænan hátt þýðir það að við þurfum reglulega að skipta um stefnu, að breyta til.
Þriðja sýningin Eitt tré margar víddir (2025) fjallar um tré sem heild: rætur, stofninn, greinar, börkurinn, laufblöðin, aldurinn, súrefnisframleiðslan og efnabreytingarna.

Þrettándi nóvember 2024 var mikið suðvestan hvassveður og stærsta og elsta tré garðsins heima hjá mér rifnaði upp með rótum. Tréð sem ég virti fyrir mér daglega og dáðist að í 30 ár.
Því fylgdi sorg og söknuður og fékk mig til að velta því fyrir mér hvernig við mennirnir tengjumst trjánum. Reynitré geta orðið jafngömul og heilbrigðar manneskjur, ca.80 ár. Tréð gefur skjól, súrefni og fegurð. Við notum timbrið til að kynda, byggja hús, búa til húsgögn og gera skúlptúra.
Þrestirnir geta nært sig á reyniberjunum og farið á fyllirý á haustin. Laufblöðin hvísla eða öskra eftir vindstyrkleika.
Vinnuferlið hófst í nóvember og þróaðist í seríu gerða með hvass og penna. Stundum mjög nákvmar teikningar, stundum formfast eða táknrænt. Á þessari sýningu eru valdar 24 myndir.
Í vor fór ég að saga tréð sundur og úr því efni mynduðust nokkrir skúlptúrar sem eru á sýningunni.
Sýningin er bara opin þessa einu helgi. Laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. október frá klukkan 13.00 til 17.00.
Listamaðurinn verður á staðnum. Allir velkomnir.