Joris Rademaker og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýna í Deiglunni
Joris Rademaker og Pálína Guðmundsdótir sýna í Deiglunni helgina 23. og 24. nóvember sýningin verður opin frá 14 -17 báða dagana
Gestalistamaður Gilfélagsins fyrir nóember 2024 afboðaði sig með örskömmum fyrirvara svo í staðinn fyrir að gestavinnustofan stæði tóm og engar tekjur kæmu inn fengu Joris Rademaker og Pálína Guðmundsdótir að leigja rýmið og vinna þar yfir daginn. Þau sýna afrakstur vinnunnar næstu helgi þ.e. 23. og 24. nóvember kl. 14-17.
Pálína Guðmundsdóttir nam myndlist fyrst í Gautaborg og síðar í Hollandi. Hún útskrifaðist frá framhaldsnámi í Jan van Eyck Akademie í Maastricht 1989 og flutti 1991 til baka til Íslands eftir 16 ára búsetu erlendis. Hún er fyrst og fremst málari og litir og tjáningarmáttur þeirra helsta viðfangsefnið. Hún hefur unnið að list sinni jafnt og þétt eftir heimkomuna og sýnt reglulega. Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2013 og dvaldi þá hálft ár í Berlin og vann að málverkum þar. 2016 hélt hún aftur þangað í hálft ár eftir að hafa fengið sex mánaða starfslaun myndlistamanna. Á degi íslenskrar tungu 2022 kom út bókin Andlit/Faces sem fjallaði um andlitsmyndir sem hún hefur unnið að síðustu áratugina. Bókin fæst í safnabúðum listasafnanna í Reykjavík og á Akureyri og í Eymundsson. Hún er einnig á bókasöfnum á Akureyri og Borgarbókasafninu í Reykjavík. Heimasíðan er palina.is
instagram sida pallina.gudmundsdottir.art
Joris Rademaler er hollenskur myndlistamaður sem hefur verið búsettur á Akureyri síðan 1991. Hann er menntaður frá m.a. AKI listaakademíunni í Enschede sem er Íslendingum vel kunnug vegna fjölda myndlistamanna sem þar hafa numið list. Hann var bæjarlistamaður Akureyrar 2006 og dvaldi þá vetrar langt í Amsterdam og sinnti sinni list þar. Hann hefur verið virkur í lista og menningarlífinu á Akureyri og sýnt reglulega. 2010 var hann með stóra sýningu í öllu Listasafninu á Akureyri og gefin var út bók um verk hans, Aðkomumaður, bókin fæst í safnbúð Listasafnsins á Akureyri. Joris hefur unnið jöfnum höndum tví- og þrívíð verk Hann vinnur mikið með lífræn efni og fundna hluti sem hann setur saman sem skúlptúra, en einnig hafa fjaðrir, rætur og tré verið áberandi í seinni verkum hans ásamt teikningum og myndum máluðum á pappír.