Ava P Christl og Daniel Fonken
Gestalistamenn Gilfélagsinns í júní 2024.
Ava P Christl málar og teiknar, verkin fjalla um landið. Hún vinnur með hugmyndir um staði og tengsl; heilandi náttúru, óbyggðir; tap, endurnýjun og endurnýjun; landslag og minningar; tengsl okkar mannanna við hið lifandi land.
Ást á trjám og sérstakt dálæti á birki var á æskuheimili Ava í skógum norðvesturhluta Kanada. Síðar áttaði hún sig á tengslum milli birkis í löndum forfeðra sinna og mæðra í Norður-Þýskalandi og Finnlandi og sjaldgæfra pappírsbirkistofna í Yukon þar sem hún býr nú.
Vinna Ava við skóga í Norður-Kanada heldur áfram í gegnum dvöl hennar hér, þar sem hún leitar skilnings á notkun og gildi skóga fyrir einstaklinginn og á stjórnvalds og umhverfislegum vettvangi. Ava stefnir að því að sýna sérstöðu, fegurð og fjölbreytileika barrskógabeltisins og undirstrika gildi þeirra, ekki einvörðungu fyrir timbur og afþreyingu, heldur sem heimalönd huggunar, heilunar, tengsla, sjálfsmyndar og andlegrar upplifunar.
Ava er með BFA gráðu frá NSCAD háskólanum og framhaldsskólakennsluréttindi, University of Victoria. Málverk hennar hafa verið sýnd víðsvegar um Kanada og eru í einka- og opinberum söfnum þar á meðal Yukon Permanent Art Collection, Yukon Hospital Corporation og Art Bank of Canada, Ottawa.
Daniel Fonken er í sinni fyrstu alþjóðlegu gestalistamannadvöl hér hjá Gilfélaginu. Ljósmyndun er hans aðal vettvangur sem listamanns. Hann blandar þo gjarnan miðlum. Verk hans geta þannig líka verið vídeó, skúlptúr eða innsetning.
Þekking Daníels á vistfræði skóga í fjöllum Colorado (ásamt áhrifum skógarelda) mun hjálpa honum að móta nálgun sína á viðfangsefni trjáa hér á Íslandi. Hann er forvitinn um hvaða hlutverk tré og viðarvörur gegna í lífinu á staðnum.
Öll höfum við tengsl við tré og sögur að segja. Það er svo margt (menningarlegt, tengt lisum og vísindum) að læra, um einstaka sögu Íslands tengt trjám og skógum. Sem nýkomin vonast Daniel til að bæta sínu sjónarhorni við þetta viðfangsefni. Fjalla um hugmyndir um skógarmissi og endurvöxt á sjónrænann upplýsandi, fagurfræðilega grípandi og jafnvel á gamansaman hátt.
Daniel er með BA í leikhúsfræðum – Whitman College, BA Studio Art/Film – The Evergreen State College og MFA Video/Photography – School frá the Art Institute of Chicago.Starf hans felur í sér að kenna ljósmyndun, setja upp gallerísýningar og sviðsbyggingu. Hann hefur sýnt verk á Rocky Mountain Biennial, SFMoMA listagalleríinu og Center for Fine Art Photography.