Tetsuya Hori
Gestalistamaður Gilfélagsisn í nóvember 2022
Tetsuya Hori er tónskáld frá Sapporo/Japan sem starfar í Berlín. Verk hans eru meðal annars hljóðfæraleikur, söngur, raftónlist, ensemble, kammer- og hljómsveitartónlist. Hann hefur einnig samið verk fyrir ýmsa flytjendur tónlistar, kammer- og sinfóníuhljómsveit. Auk þessa kennir hann tónsmíðar við nokkra skóla og háskóla í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Árið 2019 setti hann á markað sína eigin útgáfu „M.M. Recordings“ og hefur hann gefið út mikið af tónlist með ýmsum tónlistarmönnum um allan heim. Tetsuya hefur auk þess hlotið sérstök verðlaun frá Showa-tónlistarháskólanum, það hefur verið fjallað um hann í International Music Prize for Excellence in Composition 2011, Besti geisladiskurinn 2011 frá foxy digitalis, sem keppti í undanúrslitum í Queen Elisabeth Composition Competition 2012 í Belgíu og sigurvegari Orchestral Masters Vol.10 frá ABLAZE Records.
Ég held alltaf að tónsmíða ferlið sé í raun ekki það verkefni að búa til hljóð, heldur það verkefni að hlusta á hljóð alls staðar að. Þessi hljóð eru til dæmis í víðáttumiklu landslagi Íslands, í þessum bæ, eða í hverjum smá viðburði hinns daglega lífs. Ekki er eingöngu nauðsynlegt að hlusta á hljóðin í eyrunum, heldur er þeim upplýsingum sem fást með augum einnig breytt í hljóð og hlustanlegar. Svo túlka ég þessar upplýsingar í gegnum síurnar inni í mér og glósa á blaðið í lokin. Samsetning er eins og að teikna mynd á striga. Í fyrstu þarf ég að ákveða stærð striga, síðan mála grunnlitinn á heildina, teikna síðan í frá sjónarhorni fuglsinns og fylgist grannt með öllum smáatriðum. Þannig endurtek ég hvert skref í átt að síðusta tónbilinu, enda tónlistarinnar.
Snarað úr ensku af Aðalsteini Þórssyni (frumtexti er í enska hluta vefsíðunnar. Biðst afsökunnar á mögulegri ónákvæmni.)
Website: www.tetsuyahori.de , mm-recordings.com