Brettaspjall með Steinar Fjeldsted
Steinar Fjeldsted hefur verið viðloðandi hjólabrettasenuna á Íslandi í um 30 ár en í dag rekur hann Hjólabrettaskóla Reykjavíkur ásamt mörgu öðru skemmtilegu.
Í gegnum tíðina hefur Steinar komið að fjölda “skateparka”, haldið fjölmörg námskeið, keppt hér heima sem og erlendis, verið á samningum hér heima og erlendis, Átti þátt í því að stofna fyrsta íslenska hjólabrettafyrirtækið MOLD Skateboards, opnaði og rak hjólabrettabúðina Skuggi Reykjavík og svo mætti lengi telja! Steinari er margt til lista lagt en það er á hreinu að hjólabretti hefur átt hug hans og hjarta allt frá því að hann sá fyrst kvikmyndina Back To The Furure árið 1985, þá var ekki aftur snúið!
Steinar ætlar að vera með Brettaspjall hjá Gilfélaginu í Deiglunni þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00 en þar fer Steinar yfir senuna á Íslandi, aðstöðuna, aðstöðuleysi og áhrif hennar á íþróttina, Hvað er hjólabretti og hvað gerir hjólabretti fyrir okkur og okkar heilastarfsemi. Getum við nýtt okkur hjólabretti í hinu daglega lífi og hvað er það við hjólabretti sem heillar svo marga. Steinar tekur á móri spurningum og fagnar öllum samtölum!
Ekki láta ykkur vanta á þetta skemmtilega brettaspjall en Steinar vonast til að sjá sem flesta á öllum aldri.
*Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!
*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið
#listasumar #akureyri #northiceland #iceland #visitakureyri #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri