Solastagia – Gillian Alise Pokalo og Tereza Kocian

| ENGLISH BELOW |
Solastalgia (/ˌsɒləˈstældʒə/) er form tilfinningalegrar eða tilvistarlegrar vanlíðunar sem orsakast af neikvæðum umhverfisbreytingum. Hægt er að greina á milli solastagíu sem upplifunar neikvæðra breytinga í núinu og umhverfiskvíða sem tengist eða áhyggjum af því sem gæti gerst í framtiðinni.
Í þessari sýningu Terezu Kocian og Gillian Alise Pokalo kanna listamennirnir þetta hugtak í gegnum þessa seríu verka. Sýningin verður opin frá 20:00-22:00 föstudaginn 30.1 og frá 13:00-17:00 laugardaginn og sunnudaginn 31.1 og 1.2.
Allir eru velkomnir að koma og sjá þessi verk sem sköpuð hafa verið í samræðum síðustu mánuði.
Um Listakonurnar
Tereza Kocian (f. 1989) er myndlistar- og blandaðmiðlalistakona frá Tékklandi, búsett á Akureyri. Hún lærði textíllist og grafíska hönnun við Listaháskólann í Bratislava, Listaháskólann í Strzemiński í Łódź og Myndlistarskólann á Akureyri. Landslag er aðaláherslan í verkum hennar. Hún sækir innblástur í staðina sem hún rekst á og kannar hvernig umhverfi mótar tilfinningalega upplifun, minni og tilfinningu fyrir tilheyrslu. Að búa sem útlendingur í víðáttumiklu og oft einangruðu landi mótar næmni hennar fyrir fjarlægð og tengslum, sem hún þýðir í draumkennda, ímyndaða heima þar sem veruleiki og ímyndunarafl sameinast. Með skærum litum, grafískum formum og lagskiptum yfirborðum skapa málverk hennar og textílverk upplifunarrými sem endurspegla samband mannkyns og náttúru og hverfula fegurð landslagsins sem umlykur okkur.
Verk Gillian hafa verið innblásin af landslagi Íslands og tilfinningaríkum himninum allt frá fyrstu heimsókn hennar árið 2014. Það sem gerðist svo var þróun í átt að því lifi sem hún lifir nú hér á Akureyri, sem bæði listkennari og myndlistarkona. Fyrsta heimsókn hennar leiddi af sér fjölda annarra ferðalaga, listamannadvala, námskeiða, veggjamálunar, og loks að því að búa heimili sitt á Akureyri með eiginmanni sínum og sonum.
Áður en hún flutti til Íslands átti Gillian virkan listferil í og við Philadelphiu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem verk hennar voru reglulega á sýningum í galleríum. Hún var meðlimur í mörgum listasamtökum og í dag er hún m.a. meðlimur í Professional Artist Network fyrir Speedball Incorporated, sem er framleiðandi silkiprentvara í Bandaríkjunum. Frá því að hún útskrifaðist frá Moore College of Art Design árið 2005 hafa verk hennar verið á mörgum opinberum stöðum og í einkasöfnum bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal 20th Century Fox, Duus Safn í Keflavík, Phoenixville, Pennsylvianíu og fleiri.
Endilega kíktu á heimasíðu hennar til að fá betri hugmynd um ferilinn og verk Gillian.
__________________________________
Solastalgia (/ˌsɒləˈstældʒə/) is a form of emotional or existential distress caused by negatively perceived environmental change. A distinction can be made between solastalgia as the lived experience of negatively perceived change in the present, and eco-anxiety linked to worry or concern about what may happen in the future.
In this exhibition of Tereza Kocian and Gillian Alise Pokalo, the artists explore this concept through this series of works. The show will be open from 20:00-22:00 Friday 30.1, and from 13:00-17:00 Saturday and Sunday, 31.1 and 1.2.
All are welcome to come and see these works created in dialogue over the past several months.
About the artists
Tereza Kocian (b. 1989) is a visual and mixed media artist from the Czech Republic, based in Akureyri, Iceland. She was trained in textile art and graphic design at the Academy of Fine Arts and Design in Bratislava, the Strzemiński Academy of Fine Arts in Łódź, and the School of Visual Arts in Akureyri. Landscape is the central focus of her work. Drawing inspiration from the places she encounters, she explores how environments shape emotional experience, memory, and a sense of belonging. Living as a foreigner in a vast and often isolating country informs her sensitivity to distance and connection, which she translates into dreamlike, imaginary worlds where reality and imagination merge. Through vivid color, graphic forms, and layered surfaces, her paintings and textile works create immersive spaces that reflect the relationship between humanity and nature, and the fleeting beauty of the landscapes that surround us.
Gillian’s work has been inspired by Iceland’s landscapes and emotive skyscapes ever since her first visit in 2014. What then transpired was a natural acceleration towards the life she now lives here in Akureyri as both an art educator and visual artist: her first trip turned into multiple travel opportunities, followed by artist residencies, teaching workshops, painting murals, and finally leading her to make her home in Akureyri with her husband and his sons.
Before moving to Iceland, Gillian maintained an active art career in and around Philadelphia, Pennsylvania, USA where she was a regularly featured gallery artist, and she was a member of multiple local art organizations. She is a member of the Professional Artist Network for Speedball, Incorporated,
which is a producer of screen printing supplies in the US. Since graduating Moore College of Art & Design in 2005, her work has been in multiple public and private collections in both the USA and Iceland, including 20th Century Fox, Duus Museum in Keflavik, the township of Phoenixville, Pennsylvania and much more.
Please visit her website for a more complete picture of her extensive career.