Gítartónleikar: Brynjar F. Pétursson
Klassíski gítarleikarinn Brynjar Friðrik Pétursson flytur verk frá ýmsum löndum í Deiglunni á Akureyri, þriðjudaginn 25. júni klukkan 20:00.
Á efnisskránni má meðal annars finna verkin „Elogio de la Danza” eftir kúbverska tónskálið Leo Brouwer og „Hommage á Chopin” eftir pólska tónskáldið Alexandre Tansman.
Brynjar Friðrik Pétursson hóf gítarnám við Tónlistarskólann á Húsavík en lauk námi árið 2015 frá Tónlistarskóla Akureyrar með framhaldspróf í gítarleik. Hann útskrifaðist með B.mus í gítarleik frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og leggur nú stund á meistaranám í gítarleik við Luca School of Arts. Brynjar hefur komið fram á ýmsum stöðum í gegnum tíðina og þar má nefna Salinn, Hof og Hörpu.
*Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!
*Tónleikarnir hlutu styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan