Lista- og handverksmessa Gilfélagsins
Lista- og handverksmessa
Gilfélagsins
Gilfélagið auglýsir eftir þátttöku lista- og handverksfólki
í List- og handverksmessu félagsins
Nú er tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk að koma list sinni og handverki á framfæri í húsnæði okkar Deiglunni í Listagili á Akureyri laugardagana 19. nóvember og 10. desember.
Laugardaginn 19. nóvember verður opið milli klukkan 13 og 18
Laugardaginn 10. desember verður opið milli kl. 13 og 20
Skráningarfrestur fyrir 19. nóv. er 13. nóv. fyrir 10. des. er skráningarfrestur 4. des.
Hámarksfjöldi borða er 18 (Fyrstir koma fyrstir fá).
Verð til félagsmanna er kr. 2000 fyrir borðið, hægt verður að fá tvö borð sem kostar þá 4 þúsund.
Fyrir utanfélagsmenn kostar eitt borð kr. 2500 og tvö 5 þúsund.
Hægt er að skrá sig með tölvupósti á netfangið gilfelagid@listagil.is eða með skilaboðum á facebook.com/gilfelagid og eða á heimasíðu Gilfélagsins, listagil.is en þar eru einnig nánari upplýsingar.
Hafið samband, vegna 19. nóv. við umsjónarmennina Ingibjörgu Stefánsdóttur, síma 895 3345 eða Ívar Freyr í síma 868 9218, um frekari upplýsingar hvenær hægt er að hefja undirbúning.
Fyrir Lista- og handverksmessuna 10. des. eru umsjónarmenn, Guðmundur Ármann í síma 864 0086 og Sigrún Birna sími 847 7488.
Stjórn Gilfélagsins