Stöðutaka
Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar
Einkasafnið í Deiglunni 13. – 22. október 2023.
Sýningin er opin 14. 15. 20. 21. og 22. október frá 14 – 17.
Einkasafnið er verkefni sem Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson hefur unnið að síðan 2001 og stendur enn yfir. Í þessu verki gengur hann út frá því að afgangar neyslu sinnar séu menningar verðmæti. Á svipaðan hátt og litið er á hafðbundna sköpun, afganga hugans sem menningarverðmæti. Hann leitast við að halda til haga öllu því sem af gengur af sinni daglegu neyslu.
Einkasafnið á heimili í Eyjafjarðarsveit en annað slagið fer það í útrás. Nú er það sýning í fjölnotasal Gilfélagsins: Deiglan. Þar má sjá eina alsherjar innsetningu.
Aðalsteinn Þórsson hefur verið virkur í sýningahaldi og tekið þátt í viðburðum frá útskrift úr Myndlistaskólanum á Akureyri 1993. Mest á Íslandi og Hollandi þar sem hann nam og bjó frá 1997 – 2016. Hann hefur sýnt víða t.d. einkasýningu í Finnlandi, tekið þátt í samsýningum í Hollandi, Danmörk, Þýskalandi, Japan, Serbíu og Skotlandi. Einkasafnið er hanns viðamesta verkefni. vefsíða: www.steini.art
Sýningi er öllum opin og er ókeypis inn.