Hugarró – Vatnslitasýning Jónu Bergdal
14-16. nóvember 2025 , opnun 14. nóv kl. 17:00-21:00

Vatnslitir hafa átt hug minn síðustu ár og ég elska að vinna með þá og láta þá vinna með mér.

Náttúran og mitt nánasta umhverfi hefur ávallt haft áhrif á mig og verið mjög sýnilegt í mínum verkum. Ég tengi vel við vatnslitina og hvernig þeir vinna og það veitir mér hugarró að glíma við þá og skilja. Þessi sýning var áskorun að vera eingöngu með vatnslitamyndir í stærri miðlum og túlka náttúruna með samspili lita og vatns.
Sýningin er svo opin 15 og 16 nóv frá 14:00-17:00