SVART | Ragnar Hólm í Deiglunni
Ragnar Hólm opnar málverkasýninguna SVART í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 8. nóvember kl. 14.

Á sýningunni eru ný abstrakt olíumálverk og vatnslitamyndir.
„Olíumálverkin lýsa ákveðinni óreiðu sem gerir vart við sig innra með mér þegar blikur eru á lofti í heimsmálum. Það liggur lúmsk spenna í loftinu sem endurspeglast í óþoli fólks, áfergju þess, úlfúð og útskúfun,“ segir Ragnar um tilurð sýningarinnar. „Vatnslitamyndirnar eru aftur á móti algjörlega hin hlið tilverunnar; notalegar náttúrustemmur sem boða frið og ró.“
Sýningin SVART er opin laugardaginn 8. desember og sunnudaginn 9. desember, frá kl. 14-17 báða dagana. Allir velkomnir

