Börn náttúrunnar – Gellur sem mála
Börn náttúrunnar
Deiglan 30. – 31. ágúst 2019
30. ágúst kl. 16-22
31. ágúst kl. 14-22
Allir hjartanlega velkomnir. Léttar veitingar í boði.
Öll erum við börn náttúrunnar, bæði menn og dýr en líka fjöll, fossar og hvaðeina sem finnst í náttúrunni.
Nánari upplýsingar um hópinn „Gellur sem mála í bílskúr“:
Hópurinn samanstendur af fólki sem er á öllum aldri, úr öllum stéttum og allir mála saman í bílskúr. Hópurinn kynntist í Listfræðslunni á Akureyri og stofnuðu klúbbinn Gellur sem mála í bílskúr (jafnvel þó herra sé í hópnum!) í janúar 2016. Markmið hópsins er að hittast og styðja hvert annað í listsköpuninni og hafa gaman. Við höfum bæði tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar.
Hópurinn velur sér sameiginlegt þema fyrir hverja sýningu en hver og einn vinnur svo á persónulegan hátt með ólíkri nálgun á viðfangsefnið. Þema þessarar sýningar er „Börn náttúrunnar“. Öll erum við börn náttúrunnar, bæði menn og dýr en líka fjöll, fossar og hvaðeina sem finnst í náttúrunni.
Í hópnum eru Anna María, Barbara, Björgvin, Harpa, Jóhanna, Jónína, Kristín og Líney.
Facebook: www.facebook.com/gellursemmala
Instagram: @gellursemmala
Sýningin er unnin í samstarfi við Gilfélagið.