Ruth McDermott
Gestalistamenn Gilfélagsinns í ágúst 2025

Dr. Ruth McDermott er áströlsk myndlistarkona sem vinnur mikið í almannarými, drifin áfram af ástríðu
sinni fyrir að tjá hugmyndir sínar og sögur. Innblástur verkanna kemur frá hinum ýmsu sviðum, en eiga
það sameiginlegt að einblína á okkar náttúrulega umhverfi. Síðastliðin fjórtán ár hefur hún unnið mikið
með ljósahönnuðinum Ben Baxter að röð verka í almannarými fyrir hátíðir og skjólstæðinga, sem hægt er
að sjá inni á www.mxdermittbaxter.com.

McDermott hefur áður haft vinnustofudvöl hér á landi, á Vestfjörðum sem og í Finnlandi. Árið 2024 hélt
hún einkasýningu í Sydney sem kallaðist „Lost Terrains“, þar sem hún skoðar þau dramatísku form og
áferðir sem hægt er að finna í náttúru Íslands, í gegn um textíl og listræna lýsingu.
Ruth hefur lengið viljað heimsækja norðurhluta Íslands og á meðan vinnustofudvöl hennar hér á Akureyri
stendur nýtir hún tímann sem mest til að skoða náttúruna og landslagið og vinnur svo vatnslitamyndir upp
úr þeirri rannsókn.

Á kynningu sem haldin verður þann 22. ágúst mun Ruth tala um það hvernig landslag og umhverfi hefur
haft áhrif á hana og verið innblástur fyrir hennar eigin verk, sem og í samstarfsverkefnum hennar. Einnig
mun hún sýna myndband frá „Lost Terrains“ sýningunni. Þá mun verða til lítil málverkasýning á meðan
vinnustofudvöl hennar stendur.
Þá er vert að benda á bók, Between Dark and Light, sem Ruth og Ben Baxter gerðu og sýnir frá verkum
þeirra, var gefin út af Tækniháskólanum í Sydney árið 2022 og hægt er að nálgast hana ókeypis inni á https://doi.org/10.5130/aak