Thora Love
Gestalistamaður Gilfélagsins í júlí 2025
Thora sýnir verkið sitt „Ókeypis fordómaþvottur“ í Listagilinu í sumar.
Á meðan á dvölinni stendur málar hún tilfinninga dagbók og birtir daglega á facebook.
Thora vinnur í marga miðla og er stöðugt leitandi að nýjum leiðum til þess að tjá sig í listinni.
Hún hefur nýlokið gerð (45.min) heimildakvikmyndar, sem var lokaverkefnið hennar til meistaragráðu í listkennslufræðum.
Undanfarin ár hefur hún gert innsetningar, hljóðverk vídeoverk og gjörninga.
Thora vinnur mikið með tilfinningar og eigin reynslu í sinni listsköpun sem gerir verkin oft mjög persónuleg. En það er líka oft húmor og hending í forgrunni.
Skissubókin er hluti af daglegu lífi, þar er það litaflæði og texi sem fillir blaðsíðurnar. Ljóðformið er hennar leið til að tjá sig í texta.
Thora nam myndlist 2010 í Evrópsku Lista Akademíunni í Trier í Þýskalandi og hlaut þaðan BA gráðu.
Hún útskrifaðist með meistaragraðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2023.
Auk meistaragráðu í Listkennslufræðum frá LHÍ 2025.




