JÁ Jazzkvartett – Tónleikar
Kvartettinn JÁ sem leiddur er af gítarleikaranum og tónskáldinu Jóni Ómari Árnasyni leikur nýja íslenska jazztónlist í Deiglunni þriðjudaginn 23. júlí kl. 20:30.
Jón Ómar fæddist og ólst upp á Akureyri en hefur gert út á jazzsenunni í Reykjavík undanfarin ár. Á efnisskránni verða nýjar og nýlegar tónsmíðar eftir Jón Ómar ásamt einu eða tveimur vel völdum númerum eftir önnur tónskáld. Aðrir meðlimir kvartettsins eru þeir Björgvin Ragnar Hjálmarsson á saxófón, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa.
*Aðgangseyrir: 3.000 kr.
*Tónleikarnir hlutu styrk frá Listasumri og Menningarsjóði Akureyrar.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið