Hugsýnir
Málverkasýning Sigurðar Péturs Högnasonar opnar föstudaginn 14. mars kl. 16.00 í Deiglunni sal Gilfélagsins.

Sýningin verður opin 15. 16. 21. 22. og 23 mars frá 14 -17.
Sigurður hefur búið í Hrýsey síðastliðin 20 ár. Þar vinnur hann að list sinni, heldur vinnustofu og sýningarsal. „Ég hef sköpunarkraft sem ég þarf að virkja á hverjum degi og fæ útrás og gleði af því að deila vinnu minni með örum. Ég pila tónlist þegar ég mála og sagt hefur verið að tónlistin sjáist í sumum verka minna.“
Sigurður fór á námskeið í vatnslitamálun og módelteikningu hjá Guðmundi Ármanni í Myndlistaskólanum á Akureyri. Auk þess stundaði hann nám við myndlistaskóla Arnar Inga á Akureyri 97-99. Síðan 1997 hefur Sigurður málað málverk, aðallega með olíulitum og akríl. Hann málar fjölbreyttar myndir bæði portreit, afstrakt, klettamyndir og landslag.



