Módelteikning í Deiglunni
Miðvikudag 29. mars frá 19.30 – 21.30 verður teiknað módel í Deiglunni.
Gilfélagið og Myndlistarfélagið efna til módelteikningar í Deiglunni næstkomandi miðvikudag 29. mars.
Þetta er hluti af Tilraunakvöldum í listum sem er sameiginlegt verkefni félaganna tveggja og eru þau fyrirhuguð með hálfsmánaðar millibili fram á vorið.
Módelteikning verður framkvæmd mánaðarlega á tímabilinu. Aðgangur er 1.500 kr er hugsaður til að dekka laun módelsins.
Viðburðurinn er öllum opinn.
Ekki er um kennslu að ræða, en óvanir mega reyna sig.
Aðgangur 1.500 kr.
Þáttakendur koma með sín eigin teikniáhöld og pappír.
Tilraunakvöldin eru styrkt af Menningarsjóði Akureyrar