Til félagsmanna í Gilfélaginu

Til félagsmanna í Gilfélaginu

Erindið er að kanna hvort félagsmenn eru samþykkir hugmynd stjórnarinnar að í Deiglunni verði sköpuð aðstaða fyrir listamenn, félagsmenn í Gilfélaginu og fyrir aðra listamenn sem óska eftir aðstöðu til að vinna að grafík. Eins og kemur fram á teikningunni þá munum við bæta að mörgu leyti sýningaraðstöðuna, sem sagt hún mun verða áfram fyrir hendi.

Við þurfum síðan að leita til Akureyrarbæjar, Akureyrastofu og kanna hvort þeir séu reiðubúnir til að leyfa þessar breytingar og einnig hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því átaki með félaginu.

Á ágætum aukaaðalfundi félagsins fékk hugmyndin góðar undirtektir og hún var rædd töluvert. En þar sem á fundinum voru ekki nema hluti félagsmanna viljum við kanna með þessu bréfi hug ykkar.

Við viljum biðja ykkur að láta okkur vita, hafa samband, senda okkur tölvupóst á listagil@listagil.is eða á garmann@vma.is Ef við heyrum ekkert frá ykkur skoðum við það sem samþykki ykkar. Varðandi frekari upplýsingar um verkstæðið má hafa samband við formann Guðm. Ármann á netfangið garmann@vma, eða hringja í síma 864 0086

Samkvæmt markmiðum Gilfélagsins, eins og þau eru skilgreind í lögum félagsins fellur þessi hugmynd fullkomlega að þeim markmiðum.

Úr lögum Gilfélagsins:

  1. gr Markmið félagsins er að efla listsköpun og listflutning með því m.a. að skapa lista- og handverksfólki aðstöðu til að iðka list sína og búa því sem best athvarf til að sýna hana og flytja.

gr Markmið sínu hyggst félagið ná með því að:

a)     Standa að rekstri gestavinnustofu með og í samvinnu við Akureyrarbæ. Um þann rekstur gildir sérstök reglugerð.

b)    Stuðla að betra upplýsingaflæði um listir og listastarfsemi ásamt bættu skipulagi listmiðlunar og aukinni umfjöllun um listir í fjölmiðlum.

c)     Eiga samstarf við samtök listamanna og félög sem hafa sköpun, flutning og sýningu listar á stefnuskrá sinni.

d)    Stefna að því að Akureyri verði eftirsókarverð listvin.

Áætlað er að setja upp tvær grafíkpressur, fyrir hæðarprent og djúpþrykk. Með tilheyrandi vinnuaðstöðu fyrir þá tegund grafíkur, (Sjá teikningu).

Nokkrar breytingar þarf að gera á húsnæðinu eins og, koma upp stórum vöskum, færa millirými í andyri, byggja palla yfir stallana í Deiglunni. Einnig þarf að opna dyr úr núverandi skrifstofurými (þar sem Norræna upplýsingaskrifstofan var) inn í sal þar sem þrykkvélarnar verða staðsettar.

Þessi tæki, tvær grafíkpressur með tilheyrandi áhöldum stefnir Gilfélagið að útvega ásamt innréttingum: Hillur, vinnuborð, rekka fyrir efni og áhöld ásamt pappírsgeymslum.

Akureyri á haustmánuðum 2016

Með kærri kveðju
Stjórn Gilfélagsins

grafikv-gilf-1

Hægt er að smella á myndina til þess að stækka hana.

Félagatal

Verið er að uppfæra félagaskrá Gilfélagsins. Okkur vantar mörg netföng og viljum endilega fá upplýsingar um núverandi félagsmenn svo við getum uppfyllt upplýsingaskyldur félagsins.

Hér á heimasíðunni er listi yfir skráða félagsmenn – endilega sendu okkur tölvupóst á gilfelag@listagil.is með nafni, e-mail og kennitölu. Síðan gildir það sama ef þú vilt bætast í hópinn!

Listi yfir félagsmenn

 

 

Ljósmyndamessa í Deiglunni

14543730_1276809638996255_8869229557610531352_o

Ljósmyndamessa í Deiglunni
Helgina 8. – 9. oktober fer fram ljósmyndamessa í Deiglunni.
Þar verða til sýnis ljósmyndir eftir norðlenskt listafólk, bæði sem stundar iðju sína af áhuga og eldmóði eða starfar við ljósmyndun á einn eða annan hátt.

Sýningarstjóri er Daníel Starrason
Sýningin er opin kl 14 – 17 á laugardag og sunnudag
Allir eru velkomnir.
Þátttakendur:
Daníel Starrason
Eyþór Ingi Jónsson
Linda Ólafsdóttir
Völundur Jónsson
Margrét Elfa Jónsdóttir
Agnes Heiða Skúladóttir
Rolf Birgir Hannén
Elver Freyr Pálsson

Ljósmyndamessan er á vegum Gilfélagsins og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra og Akureyrarstofu.

Fyrirlestur í Listasafninu.

Þriðjudaginn 4. október kl. 17 heldur Dr. Thomas Brewer, myndlistarmaður og prófessor í listum, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni The Significance of Art in Our Education. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, fjallar hann m.a. um hvernig list og menntun geta haft áhrif á lífið. Brewer mun rekja persónulega sögu sína, ásamt listrænni og faglegri þróun sem hefur leitt hann til Akureyrar í fimmta sinn. Aðgangur er ókeypis.

Dr. Thomas Brewer er með B.A. gráðu í listum og keramík frá Southern Illinois University Carbondale (1973), M.A. gráðu í listum frá University of Illinois Urbana-Champaign (1985) og Ph.D. gráðu í listum frá Florida State University (1989). Hann hefur kennt listir og listnám á háskólastigi undanfarin 34 ár.

Brewer opnaði sýninguna „Adjust <X> Seek (Con’t)“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri 1. október og hefur dvalið í gestavinnustofu Gilfélagsins síðan í byrjun september. Þetta er hans fyrsta sýning á Íslandi. Í mörgum verka hans er leikur að orðum og aðstæðum í lífinu, með keim af kímni og kaldhæðni.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, listakona, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.14444713_10153823116932231_2318853322403458215_o

Aukaaðalfundur Gilfélagsins

Aukaaðalfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni
laugardaginn 1. oktober 2016 kl 16.
A dagskrá fundarins eru tvö mál:
1. Tillaga stjórnar um nýja menn í stjórn, tvo í aðalstjórn og tvo varamenn.
2. Kynning á hugmyndum sem hafa komið fram um að setja inn í Deigluna opið grafíkverkstæði.
3. Önnur mál.
Felagsmenn hvattir til að mæta og taka með sér gesti, félagsmenn geta komið með uppástungur um menn í stjórn.

Léttar veitingar.
Stjórnin.

 11535907_293977954059293_5720747301692906053_n

„Visual Language“

 „Visual Language“

Viðburður á Listasumri!

Listakonan, Anja Teske frá Þýskalandi opnar sýningunaí Deiglunni,  n.k. Laugardag

AnjaT kl. 14:00. Hún sýnir afrakstur af verkefninu sem hún hefur verið að vinna að á Akureyri.

Sýningin verður opin laugardag 20. og sunnudag 21. ágúst.  Kl. 14-17.

Allir velkomnir!

http://anja-teske.de/

akureyrarstofa_menning.logo

menningarrad-eythings-logo

 

 

 

Anja Teske Opens her exhibition „Visual Language“ In Deiglan next saturday at 14:00.

The exhibition will be open saturday and sunday from 14:00-17:00
Anja is an Photograper from Germany. She exhibit the project she has been working on during her stay in the Resiency.
Everybody is welcome!

Fagleg nefnd hefur valið gestalistamenn fyrir 2017!

Það er ánæjulegt að segja frá því að okkur hefur borist liðsauki hjá Gilfélaginu, ný fagleg nefnd hefur  verið valin og hefur nefndin nýlokið við að velja listamenn fyrir 2017. Fjölmargir listamenn frá ólíkum þjóðernum  sóttu um að þessu sinni.

Úthlutun stendur yfir núna.

Nefndina skipa þau:

Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Listfræðingur, Háskólinn á Akureyri.

Ólafur Sveinsson, Myndlistamaður og Kennari.

Guðrún H. Bjarnadóttir, Listakona og Kennari.

 

Anja Teske dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins!

13950874_10153902814368613_651689955_oAnja Teske er listamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsin. Hún er frá Þýskalandi og sýnir um þessar mundir í Mjólkurbúðinni. Hún mun einnig sýna afrakstursýningu í Deiglunni seinna í mánuðinum. Það verður spennandi að sjá þau verkefni sem hún hefur verið að vinna að á meðan á dvölinni stendur.

Slóðin á heimasíðuna hennar Anju má nálgast  hér fyrir néðan.

Sjá : Anja Teske

 

 

Anja Teske  is the Artist in Residency this month. We wish her welcome and hope she is enjoying her stay. She will exhibit in Deiglan later this month. We are looking forward to see and hear about her project in progress.

She is currently exhibiting in Mjókurbúðin,
Read about the artist…..Anja Teske

INNSETNING Í DEIGLUNNI! „Olafsfjordur Impression, (Part2)“

Verið velkomin í Deigluna um næstu helgi, sýningin „Olafsfjordur Impression, (part2)“gatstrand3.Still004

Seinnihluti  sýningin á Listasumri sem Listhús í Ólafsfirði stendur fyrir á vegum Gilfélagsins.

Innsetning  byggist á  vídeo og hljóð upptökum.

Sýningin verður opin laugardag og sunnudag milli 14:00-17:00

Allir velkomnir!

Olafsfjordur Impression (Part 2): installation exhibition in Deiglan

30-31.7.2016 | 14:00-17:00 | Deiglan, Akureyri

The installation is constructed by 2 sets of video images and a soundscape.

Looking for Night(projection) by Merel Stolker (Netherlands)

Twins Sky by Shok Han Liu (Iceland/China) & Sigurdur Svavarsson (Iceland)

Olafsfjordur Soundscape by Hannes Dufek (Austria)

more details, please check with the attachment or visit our website: Listhus.com