Lista- og handverksmessa Gilfélagsins

12307542_1063219767021911_6018799554020181529_o

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni laugardaginn 10. desember kl. 13 – 20. Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóð. Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru:
Adam Óskarsson, Guðmundur Ármann, Hrönn Einarsdóttir, Jónborg Sigurðardóttir, Kristín S. Bjarnadóttir, Jökull Guðmundsson, Rósa Kristín og Karl Guðmundsson, Valdís, Þóra Þorvaldsdóttir,  Dóra Hartmannsdóttir, Agnes Arnardóttir, Fjóla Hilmarsdóttir, Þórhildur Örvars; Lára, Hjalti o.fl

Nánari upplýsingar veita
Guðmundur Ármann Sigurjónsson s. 864 0086 og
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir s. 847 7488.

Stjórn Gilfélagsins

akureyrarstofa_menning.logoimage001

Grafíkmessa Gilfélagsins

Grafikmessa Gilfélagsins

Deiglan sunnudaginn 4. desember kl 15 – 18

Þátttakendur fá að skera tréristu og handþrykkja nokkur eintök af myndinni sem verður skorin í birkikrossvið.

Verið velkomin til þátttöku, ekkert gjald allt efni á staðnum

Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður verður á staðnum til aðstoðar.

trerista akureyrarstofa_menning.logoimage001

Familiar Strangers

Verið velkomin á opið hús undir yfirskriftinni “ Familiar Strangers“ í Deiglunni laugardaginn 26. nóvember kl. 14 – 17. Um er að ræða afrakstur vinnustofudvalar gestalistamanns Gilfélagsins, Pamela Swainson.
Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Hún á stóran frændgarð bæði á Íslandi og vestanhafs og í verkum sínum veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst á milli kynslóða? Sjónrænn könnunarleiðangur Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur, hefur staðið yfir síðan hún heimsótti Ísland fyrst árið 2006.
Í Deiglunni sýnir hún einnig nokkur málverk þar sem hún er að fást við birtuna og landslag við Akureyri.

///

Pamela Swainson from Tatamagouche, Nova Scotia, Canada

Familiar Strangers

Human migrations—what is the impact on our attachment to place, land, culture or family? What does our psyche hold through generations? I have spent the month of November gathering experiences and stories, past and present. I have begun my visual narrative of emotions, losses and discoveries of connection.

Some of the work will be on display for the Open Studio November 26 & 27.

As a descendant of peoples who left Iceland around the turn of the last century, this project found me when I made my first trip here in 2006.

I will also have a few paintings I have done exploring the light and scenery of Akureyri.

///

Pamela Swainson is the Artist in the residency this month.
She was born in Manitoba, Canada. Her family is descended from Icelandic immigrants. At a young age, she moved to eastern Canada to attend the Fine Arts Program at Mount Allison University in New Brunswick.

As with many women, her art practice was shared with a career in health care and family commitments. Since 2007, she has grown her art practice resulting in a number of one person and group shows, private and public commissions. She works in oil, watercolour and drawing mediums.

Her work often reflects her attachment to place, local living, and the human relationship to the natural world. She lives on a small farm near Earltown, in the Cobequid Mountains of Nova Scotia with her husband.

15138457_434350873355333_1367869912150547604_o 15110873_434351953355225_3616215824738798136_o

Lista- og handverksmessa!

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni laugardaginn 19. nóvember kl. 13 – 18. Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóð. Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru:
Hrönn Einarsdóttir
Jónborg Sigurðardóttir
Þórhildur Örvars
Lára og Hjalti
Þorgerður Jónsdóttir
Jökull Guðmundsson
Rósa Júl og Kalli
Kristjana Agnars
Jóna Bergdal

Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Stefánsdóttir s. 895 3345 og Ívar Freyr s. 868 9218.

14570426_10209309189719942_3786065520069477164_n

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins

11535907_293977954059293_5720747301692906053_n

Lista- og handverksmessa
Gilfélagsins

Gilfélagið auglýsir eftir þátttöku lista- og handverksfólki
í List- og handverksmessu félagsins

Nú er tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk að koma list sinni og handverki á framfæri í húsnæði okkar Deiglunni í Listagili á Akureyri laugardagana 19. nóvember og 10. desember.

Laugardaginn 19. nóvember verður opið milli klukkan 13 og 18
Laugardaginn 10. desember verður opið milli kl. 13 og 20

Skráningarfrestur fyrir 19. nóv. er 13. nóv. fyrir 10. des. er skráningarfrestur 4. des.

Hámarksfjöldi borða er 18 (Fyrstir koma fyrstir fá).

Verð til félagsmanna er kr. 2000 fyrir borðið, hægt verður að fá tvö borð sem kostar þá 4 þúsund.

Fyrir utanfélagsmenn kostar eitt borð kr. 2500 og tvö 5 þúsund.

Hægt er að skrá sig með tölvupósti á netfangið gilfelagid@listagil.is eða með skilaboðum á facebook.com/gilfelagid og eða á heimasíðu Gilfélagsins, listagil.is en þar eru einnig nánari upplýsingar.

Hafið samband, vegna 19. nóv. við umsjónarmennina Ingibjörgu Stefánsdóttur, síma 895 3345 eða Ívar Freyr í síma 868 9218, um frekari upplýsingar hvenær hægt er að hefja undirbúning.

Fyrir Lista- og handverksmessuna 10. des. eru umsjónarmenn, Guðmundur Ármann í síma 864 0086 og Sigrún Birna sími 847 7488.

Stjórn Gilfélagsins

14570426_10209309189719942_3786065520069477164_n

akureyrarstofa_menning.logo image001

 

Til félagsmanna í Gilfélaginu

Til félagsmanna í Gilfélaginu

Erindið er að kanna hvort félagsmenn eru samþykkir hugmynd stjórnarinnar að í Deiglunni verði sköpuð aðstaða fyrir listamenn, félagsmenn í Gilfélaginu og fyrir aðra listamenn sem óska eftir aðstöðu til að vinna að grafík. Eins og kemur fram á teikningunni þá munum við bæta að mörgu leyti sýningaraðstöðuna, sem sagt hún mun verða áfram fyrir hendi.

Við þurfum síðan að leita til Akureyrarbæjar, Akureyrastofu og kanna hvort þeir séu reiðubúnir til að leyfa þessar breytingar og einnig hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því átaki með félaginu.

Á ágætum aukaaðalfundi félagsins fékk hugmyndin góðar undirtektir og hún var rædd töluvert. En þar sem á fundinum voru ekki nema hluti félagsmanna viljum við kanna með þessu bréfi hug ykkar.

Við viljum biðja ykkur að láta okkur vita, hafa samband, senda okkur tölvupóst á listagil@listagil.is eða á garmann@vma.is Ef við heyrum ekkert frá ykkur skoðum við það sem samþykki ykkar. Varðandi frekari upplýsingar um verkstæðið má hafa samband við formann Guðm. Ármann á netfangið garmann@vma, eða hringja í síma 864 0086

Samkvæmt markmiðum Gilfélagsins, eins og þau eru skilgreind í lögum félagsins fellur þessi hugmynd fullkomlega að þeim markmiðum.

Úr lögum Gilfélagsins:

  1. gr Markmið félagsins er að efla listsköpun og listflutning með því m.a. að skapa lista- og handverksfólki aðstöðu til að iðka list sína og búa því sem best athvarf til að sýna hana og flytja.

gr Markmið sínu hyggst félagið ná með því að:

a)     Standa að rekstri gestavinnustofu með og í samvinnu við Akureyrarbæ. Um þann rekstur gildir sérstök reglugerð.

b)    Stuðla að betra upplýsingaflæði um listir og listastarfsemi ásamt bættu skipulagi listmiðlunar og aukinni umfjöllun um listir í fjölmiðlum.

c)     Eiga samstarf við samtök listamanna og félög sem hafa sköpun, flutning og sýningu listar á stefnuskrá sinni.

d)    Stefna að því að Akureyri verði eftirsókarverð listvin.

Áætlað er að setja upp tvær grafíkpressur, fyrir hæðarprent og djúpþrykk. Með tilheyrandi vinnuaðstöðu fyrir þá tegund grafíkur, (Sjá teikningu).

Nokkrar breytingar þarf að gera á húsnæðinu eins og, koma upp stórum vöskum, færa millirými í andyri, byggja palla yfir stallana í Deiglunni. Einnig þarf að opna dyr úr núverandi skrifstofurými (þar sem Norræna upplýsingaskrifstofan var) inn í sal þar sem þrykkvélarnar verða staðsettar.

Þessi tæki, tvær grafíkpressur með tilheyrandi áhöldum stefnir Gilfélagið að útvega ásamt innréttingum: Hillur, vinnuborð, rekka fyrir efni og áhöld ásamt pappírsgeymslum.

Akureyri á haustmánuðum 2016

Með kærri kveðju
Stjórn Gilfélagsins

grafikv-gilf-1

Hægt er að smella á myndina til þess að stækka hana.

Félagatal

Verið er að uppfæra félagaskrá Gilfélagsins. Okkur vantar mörg netföng og viljum endilega fá upplýsingar um núverandi félagsmenn svo við getum uppfyllt upplýsingaskyldur félagsins.

Hér á heimasíðunni er listi yfir skráða félagsmenn – endilega sendu okkur tölvupóst á gilfelag@listagil.is með nafni, e-mail og kennitölu. Síðan gildir það sama ef þú vilt bætast í hópinn!

Listi yfir félagsmenn

 

 

Ljósmyndamessa í Deiglunni

14543730_1276809638996255_8869229557610531352_o

Ljósmyndamessa í Deiglunni
Helgina 8. – 9. oktober fer fram ljósmyndamessa í Deiglunni.
Þar verða til sýnis ljósmyndir eftir norðlenskt listafólk, bæði sem stundar iðju sína af áhuga og eldmóði eða starfar við ljósmyndun á einn eða annan hátt.

Sýningarstjóri er Daníel Starrason
Sýningin er opin kl 14 – 17 á laugardag og sunnudag
Allir eru velkomnir.
Þátttakendur:
Daníel Starrason
Eyþór Ingi Jónsson
Linda Ólafsdóttir
Völundur Jónsson
Margrét Elfa Jónsdóttir
Agnes Heiða Skúladóttir
Rolf Birgir Hannén
Elver Freyr Pálsson

Ljósmyndamessan er á vegum Gilfélagsins og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra og Akureyrarstofu.

Fyrirlestur í Listasafninu.

Þriðjudaginn 4. október kl. 17 heldur Dr. Thomas Brewer, myndlistarmaður og prófessor í listum, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni The Significance of Art in Our Education. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, fjallar hann m.a. um hvernig list og menntun geta haft áhrif á lífið. Brewer mun rekja persónulega sögu sína, ásamt listrænni og faglegri þróun sem hefur leitt hann til Akureyrar í fimmta sinn. Aðgangur er ókeypis.

Dr. Thomas Brewer er með B.A. gráðu í listum og keramík frá Southern Illinois University Carbondale (1973), M.A. gráðu í listum frá University of Illinois Urbana-Champaign (1985) og Ph.D. gráðu í listum frá Florida State University (1989). Hann hefur kennt listir og listnám á háskólastigi undanfarin 34 ár.

Brewer opnaði sýninguna „Adjust <X> Seek (Con’t)“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri 1. október og hefur dvalið í gestavinnustofu Gilfélagsins síðan í byrjun september. Þetta er hans fyrsta sýning á Íslandi. Í mörgum verka hans er leikur að orðum og aðstæðum í lífinu, með keim af kímni og kaldhæðni.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, listakona, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.14444713_10153823116932231_2318853322403458215_o