Nemenda sýning Samlagsins Sköpunarverkstæði
Nemenda sýning Samlagsins Sköpunarverkstæðis opnar í Deiglunni laugardaginn 10. maí kl 14.

Helgina 10.-11.maí verður haldin 4. sýning þátttakenda á námskeiðum í Samlaginu – sköpunarverkstæði. Bæði er um að ræða nemendur af 12 vikna námskeiðum og 4 vikna vornámskeiði. Þátttakendur á sýningunni eru allir á aldrinum 6-16 ára og kennir þar ýmissa grasa, en þemað þessa önnina var „Náttúrulegur innblástur“ og unnið var með teikningu, málningu, leir og grafík.
Leiðbeinendur á þessari önn voru Elín Berglind Skúladóttir, Gillian Pokalo, Karólína Baldvinsdóttir og Ólafur Sveinsson.
Sýningin verður opin frá 14 – 17, helgina 10 . og 11. maí.
Opið fyrir alla og aðgangur ókeypis.