Marsibil G. Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson
Gestamenn Gilfélagsins í janúar 2022
Listahjón að vestan
Marsibil G. Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson hafa starfað sem sjálfstæðir listamenn á Vestfjörðum síðan um aldamót. Elfar Logi fyrst og fremst sem leikhúsmaður og blekbóndi. Marsbil hefur starfað í mörgum listum bæði í leikhúsinu og á myndlistarsviðinu. Samstarf hafa þau átt talsvert á listasviðinu þó einkum við listabörn þeirra Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða og hina einstöku listahátíð Act alone. Hjá Kómedíuleikhúsinu hafa þau sett á svið fjölda mörg leikverk nú síðast skuggaleikinn Tindátarnir. Þar er á ferðinni skuggabrúðuleikhús sem er byggt á samnefndu ljóðaævintýri eftir Stein Steinarr.
Marsbil hefur haldið myndlistarsýningar víða þar á meðal hér á Akureyri árið 2007 á Café Karólínu. Síðasta sumar vakti samsýning hennar og miðburðar listakonunnar á Hótel Sandafelli á Þingeyri mikla athygli og aðsókn. Öll listaverk mæðgnanna á þeirri sýningu áttu það sameiginlegt að vera í hringlaga glerhúsum.
Íbúar fjörunnar hafa átt hug listakonunnar síðustu árin og hingað norður er hún nú komin til að halda áfram að skapa með þessu einstaka efni náttúrunnar.
Elfar Logi hefur í gegnum árin starfað sem blekbóndi og hefur sú iðja verið að aukast með árunum. Hann hefur ritað nokkrar bækur og þá einkum um vestfirska leiklistarsögu. Mestu blekstörfin hafa þó verið leikritakrif og hingað norður er hann nú mættur til að stúdera vestfirska skáldið Matthías Jochumsson svo úr verði jafnvel dálítið leikrit.
Síðustu helgina í janúar munu þau bjóða til dálítillar sýningar í Deiglunni hér á Akureyri.