Skýrsla stjórnar 2017 – 2018
Aðalfundur Gilfélagsins 19. maí 2018
Skýrsla stjórnarinnar fyrir starfsemina á árunum 2017-2018
Lögð fyrir aðalfund 19. maí
Gilfélagið er nú að ljúka tuttugasta og sjötta starfsári sínu.
Í stjórn Gilfélagsins starfsárið 2017/18 eru :
Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Ívar Freyr Kárason, Sóley Björk Stefánsdóttir.
Félagsmenn eru nú um 150 talsins, 91 kona og 59 karlar
Starfsemin nú hefur einkum snúist um fjögur atriði sem tengjast:
-
Deiglunni.
-
Gestavinnustofunni.
-
Fjölbreyttu samstarfi um menningar- og listastviðbyrði.
-
Undirbúningsvinnu fyrir opið grafíkverkstæði.
1. Að reka og skipuleggja viðburði í Deiglunni.
-
Á árin 2017 hafa verið í Deiglunni 44 viðburðir auk fjögurra fyrirlestra Deiglan var í notkun í um 132 daga. 25 myndlistar- og hönnunarsýningar frá tveimur dögum í allt að 10. Tveir til þrír: fundir, tónleikar, fyrirlestrar, bíó, ljóða- og bókmenntadagskrá, gjörningar, markaðir o.s.frv.
-
Það sem af er þessu ári hafa verið fram að deginum í dag 15 viðburðir í 32 daga. Nú í maí 2018 er ný lokið sýningu Tomasar Colbengtsonar, listamannsins sem fékk verðlaun á GraN sýningunni, Norræn grafíksýning í Listasafninu á Akureyri sem var 2015. Þetta var framlag Gilfélagsins til verkefnisins GraN. Í september kemur nokkuð viðamikil sýning sex listamanna frá Svíþjóð og er þetta í boði Gilfélagsins.
Á Listasumri og fram að áramótum 2018 eru pantaðir dagar í Deiglunni fyrir 23 viðburðir í 56 daga, allar helgar og eru alla þriðjudaga á tímabili Listasumars, sem er seinnihluti júní til loka ágústmánaðar.
-
Á vegum Gilfélagsins var haldinn hinn árlegi lista- og handverksmarkaður í desember 2017, þar sýndu og seldu um 15 lista- og handverksfólk vörur sínar.
-
Sama ár var Salon des Refusés, sem er orðin að skemmtileg hefð, sem ‘andsvarssýning’ við HAUST/SUMAR tvíæringi Listasafnsins þar sem valnefnd velur inn verk. Í Deiglunni sýndu 21 norðlenskir listamenn verk sem var hafnað af dómnefndinni, einnig voru með á þeirri sýningu listamenn sem ákváðu að senda ekki inn verk til sumarsýningar Listasafnsins.
2. Að halda utan um og úthluta listamönnum dvöl í gestavinnustofunni.
-
Gestalistamenn voru á árinu 15 á 12 mánaðartímabili og stuðluðu að fjölda viðburða í samfélag listanna hér. Venjan er að gestalistamaður sýni í Deiglunni afurðir dvalar sinnar, síðustu helgina í hverjum mánuði. Einnig hafa listamenn haldið fyrirlestra, bæði í Deiglunni og á þriðjudagsfyrirlestrum í samstarfi við Listasafnið.
-
Stjórnin skiptist á að annast gestalistamennina, taka á móti þeim og aðstoða við ýmislegt praktískt, með þessum hætti hafa myndast mikilvæg tengsl þeirra við listasamfélagið hér og hafa myndast varanlegur vinskapur og menningarleg tengsl.
Umsóknir á árinu, fyrir 2018, voru 56 sem er aukning frá því í fyrra (42).
Í valnefnd Gilfélagsins fyrir gestavinnustofunnar voru Ólafur Sveinsson, Guðrún H. Bjarnadóttir myndlistarmenn, kennarar og Sóley Björk Stefánsdóttir sem er fulltrúi stjórnarinnar.
3. Að skipuleggja, styðja við ýmis verkefni og stuðla að samstarfi um listviðburði af margvíslegum toga.
-
Margt skemmtilegra samstarfa og verkefna voru í Deiglunni á árinu og sérlega fjölbreyttir viðburðir. Ber að nefna mjög gott samstarf við Listasumar þar sem skemmtileg námskeið, tónleikar, bíó og myndlistarsýningar voru haldin með glæsibrag.
Nú er orðinn árlegur viðburður að Litla Ljóðahátíðin komi við hjá okkur og samvinnuverkefnið RóT var að þessu sinni haldið í Deiglunni á árinu auk gjörninga frá A! Gjörningahátíð.
Viðburðir á vegum skólanna í bænum á vormánuðum, hönnunarnemar í Myndlistaskólanum sýndu afurðir sínar og útskriftarsýning VMA, auk vorsýningar Skógarlundar. -
Í maímánuði nú 2018 stóð Gilfélagið í samstarfi við Myndlistafélagið og Listasafnið að fundi með öllum framboðum til sveitastjórnar á Akureyri um áherslur og stefnu í menningu og listum.
4. Að vinna að hugmyndinni um opið grafíkverkstæði í Deiglunni
-
Haldinn var kynningarfundur fyrir Akureyrarstofu og Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, í nóvember 2017
-
Kosnaðaráætlun frá Kollgátu var tilbúin í mars mánuði 2017.
-
Kostnaðaráætlun grafíknefndarinnar var tilbúin í í apríl 2018.
-
Opinn kynningarfundur var haldinn í Deiglunni í byrjun desember 2017 sem var mjög vel sóttur. Má segja að almennar viðtökur, frá félagsmönnum og listasamfélaginu hér, á breytingarnar í Deiglunni eru góðar.
Arna Valsdóttir, Guðbjörg Ringsted og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir voru valdar í nefnd af stjórn félagsins fyrir opna grafíkverkstæði félagsins. Þeim var falið að kanna verð á tækjum, verkfærum og ýmsu nauðsynlegu fyrir verkstæðið, þær skiluðu kosnaðaráætlun í marsmánuði. Á grundvelli þeirrar áætlunar verða kannaðar fjármögnunarleiðir.
Greiðslur
Stjórnin hefur greitt einstökum sérfræðingum laun fyrir vinnuframlag í tímabundin verkefni:
- Viðburðarstjórum, fyrir messur á haustmánuðum 2017 og Salon des Refusés.
- Grafíknefndinni, þremur grafíklistamönnum sem hafa gert kosnaðaráætlun Gilfélagsins á nauðsynlegum tækjum, verkfærum, litum og pappír fyrir opna grafíkverkstæðið.
- Gestavinnustofunefnd, tveir listamenn fengu greiðslur, að fara yfir umsóknir og velja listamenn. Stjórnin skipaði einn fulltrúa úr stjórninni, Sóleyju Björk Stefánsdóttur.
- Greiðslur til þessara listamanna hefur verið á bilinu 15 til 30 þúsund og er þá tekið tillit til hversu mikið vinnuframlag var um að ræða vinna. Samtals eru þetta sjö einstaklingar, fimm konur og 2 karlar.
Verkefni í Framtíðinni
Enn sem áður, er megin starfsemin tengd Deiglunni og gestavinnustofunni ásamt því að skipuleggja og hafa samstarf við einstaklinga og samtök listamanna um einstök menningarverkefni.
En á næstunni mun verða aukið álag vegna opna grafíkverkstæðisins sem stjórnin þarf að vinna ennfrekar að, skipuleggja og finna lausnir á því verkefni.
Stjórnin hefur, á árinu orðið vör við mjög aukið vinnuálagi, sem er aukinn áhugi á starfsemi Gilfélagsins og því sem félagið stendur fyrir, Gestavinnustofan, Deiglan og myndlistarsafn félagsins og undirbúningsvinnu fyrir opna grafíkverkstæðinu.
Efalítið er hluti þess aukna álags sem stjórnin hefur orðið vör við vegna tímabundinnar lokunar Listasafnsins og Mjólkurbúðarinnar.
Nú er stóraukin aðsókn í dvöl í gestavinnustofu Gilfélagsins, fyrir 2018 sóttu 56 listamenn um dvöl, hvaðanæfa að úr heiminum, en einungis 11-12 er úthlutað á hverju ári. (Einn mánuður er hugsaður til lagfæringa og/eða viðhalds). Arna Valsdóttir tekur nú sæti í gestavinnustofunefndinni í stað Guðrúnar H. Bjarnadóttur
Einnig hefur fyrirspurnum frá listamönnum um Deigluna stóraukist fyrir sýningar, námskeið, smiðjur fyrir unglinga og börn, ásamt margskonar menningarstarfssemi. Krafa þeirra sem sækja um Deigluna um búnað hverskonar hefur aukist en félagið fjárfesti í tveimur skjávörpum á haustmánuðum. Margir þessarra viðburða voru samstarfsverkefni félagsins og því komu ekki leigutekjur inn.
Þessi aukni áhugi- og verkefni, eru auðvitað fagnaðarefni en þetta hefur valdið auknu álagi á stjórn félagsins sem hefur unnið í sjálfboðavinnu. Við teljum að sjálfboðavinna sé grunnþáttur í starfi félagsins og viljum halda í það mikilvæga grasrótarstarf, en það er að okkar mati mjög mikilvægur þáttur í að viðhalda og efla hið fjölbreytta menningarlífi á Akureyri.
Til þess að hægt verði að standa undir þeim kröfum sem eru gerðar til starfseminnar, kallar á aukið utanumhald og skipulag. Því er aðkallandi að kanna möguleika á að ráða starfsmann í hlutastarf til að þjónusta gestalistamenn, skipuleggja viðburði sem félagið stendur að, sinna húsvörslu í Deiglunni, umsjón með tækjum, annast lýsingu fyrir sýningar, upphengingu og í nokkrum tilfellum yfirsetu og aukinni notkun á Deiglunni með tilkomu opna grafíkverkstæðisins. Þá er, auk þessa fundarhöld og allt almennt utanumhald um sjálft félagið, heimasíðu, félagatal og utanumhald um fjárreiður.
Verkefni framundan munu vera, eins og áður að stuðla að því að listamönnum verði auðveldað að koma list sinni á framfæri. Einnig að hafa samstarf við aðila sem vinna að listum og menningu. Áframhaldandi undirbúningsvinna og skipulag opins grafíkverkstæðis og eru næstu skref að kynna fyrir Akureyrarbæ kosnað við breytingarnar og ákveða tímasetningar á framkvæmdum. Í því sambandi þarf að huga að útleiga Deiglunnar kann að raskast tímabundið.
Þá hafa komið fram hugmyndir um mögulega aðra staðsetningu á verkstæðinu og hefur kjallarrými í Ketilhúsinu verið nefnt.
Þá er nú mjög tímabært að hefja vinnu við að skrásetja merka sögu Gilfélagsins, einnig að skrá og koma í gott horf listaverkaeign félagsins.
Samþykkt á aðalfundi félagsins í maí 2018.
Fyrir hönd Stjórnar, Guðmundur Ármann, formaður.
Grafíkverkstæðið
Kostnaður, kynnt á aðalfundi 19. maí 2018
Kostnaður Gilfélagsins
- pressur, verkfæri og efni 1.730.000
Eigið framlag:
Tvær grafíkpressur
- djúpþrykk 663.280
- hæðarprent 480.000
- filt 13.000
- hitaplata 42.000
- pappír fyrir djúp- og hæðarprent 210.000
Samtals eigið framlag 1.408.280
Styrkumsókn 1.400.000
Kostnaður Gilfélagsins 330,000
Kostnaður Akureyrabæjar
- Fastar innréttingar, stór vaskur, loftræsting, rafmagn, lýsing, málningarvinna 2.313.500
- Ófyrirséð 400.000
- Samtals 2.713.500