3. sýning Samlagsins
Þriðja nemendasýning Samlagsins sköpunarverkstæðis opnar laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00
Syningin verður einnig opin sunnudaginn 1. desember frá 14 -17. Aðeins þessi eina sýningarhelgi!
Lokasýning á afrakstri nemenda sem sótt hafa námskeið Samlagsins – sköpunarverkstæðis nú í haust. Allir velkomnir!
Samlagið – sköpunarverkstæði lýkur haustönninni á sýningu í Deiglunni. Sköpunarverkstæðið hóf starfsemi sína haustið 2023 og er þetta því annar veturinn sem það hefur boðið börnum upp á námskeið í myndlist. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna sem er öllum opin.
https://www.samlagid.art/ er vefsíða Samlagsins – sköpunarverkstæði