Námskeið í listrænum útsaum
EIN AÐFERÐ MARGAR ÚTFÆRSLUR
Námskeið í listrænum útsaum
Sænska textíllistakonan Renée Rudebrant mun halda námskeið í frjálsum og abstrakt útsaum helgina 26. og 27. september 2020.
Renée hefur sýnt verk sín víða um heim og heldur reglulega námskeið í aðferðum sínum. Hún hefur gefið út tvær bækur um útsaum, Graphic cross stitch og Expression with needle and thread. Renée hugsar útsauminn eins og málverk og nýtir oft endurunnin efni í bland við textíl í verkin sín. Þetta er einstakt tækifæri að komast á námskeið hjá henni.
Námskeiðið verður haldið á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit (Gamli Húsmæðraskólinn) kl. 10 – 12 og 13 – 17 báða dagana. Nemendur þurfa að hafa efni og áhöld til prufugerða með sér, nánari upplýsingar við skráningu. Vegna Covid-19 þurfa nemendur að hafa með sér nesti í hádeginu.
Námskeiðisgjald er 25.000 kr.
Skráning er til mánudagsins 21. september hjá netfanginu gilfelag@listagil.is og nánari upplýsingar má nálgast þar eða hjá Ingibjörgu í síma 895-3345.
Nánari upplýsingar um Renée Rudebrant má sjá á heimasíðu hennar www.rudebrant.se/
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Gilfélagið og Handraðann.