Michael Merkel
by Steini · September 21, 2024
Gestalistamaður Gilfélagsinns í september 2024.
Michael Merkel er fæddur í borginni Dresden árið 1987. Hann lærði fyrst til myndskera, því næst lagði hann stund á þýskar bókmenntir, menningarfræði og listasögu í Dresden og Wrocław (B.A.). Þaðan lá leið hanns í frekara nám í myndlist við Listaakademíuna í Wrocław, Bauhaus háskólann í Weimar og Listaakademíuna í Dresden (Dipolma, Meisterschüler). Michael hefur unnið að margvíslegum verkefnum í gegn um tíðina og sýnt list sína margoft bæði í Þýskalandi og á alþjóðavettvangi. Merkel hefur hlotið fjölmarga námsstyrki og styrki vegna listrænna verkefna. Hann er einnig hluti af stjórnendahópi GEH8, lista- og menningarmiðstöðvar í Dresden, þar sem hann hefur umsjón með dagskrá og almannatengslum.
Listræn iðkun Michael´s einkennist af fjölbreytni, sem kemur fram í margvíslegri notkun hans á efni og tækni, sem og í þeim þemum og hugmyndum sem hann nýtir. Verk hans spannar teikningu, ljósmyndun, klippimyndir og objekta, auk tímabundinna innsetninga í almannarými. Verk Michael´s sameina tæknilega leikni og gríðarlega athygli á smáatriðum og einkennist af áberandi, gamansamri og frumlegri listrænni nálgun.
Tíma sinni á Akureyri hygst Michael Merkel nota til þess að öðlast dýpri skilning á menningarlífi staðarins, koma á nýjum tengslum, kanna landslag svæðisins og Íslands í heild sinni og búa til sínar fyrstu teikningar af íshelli.
Share