Myndlistarsýning Joris Rademaker
Joris Rademaker opnar sýningu í Deiglunni í Listagilinu föstudaginn 30.ágúst kl 20-22.
Sýningin stendur yfir til og með 8. september og opin daglega frá kl. 14-17.
Til sýnis eru ný þrívíð-og tvívíð verk unnin út frá trjágreinum. Joris Rademaker hefur verið starfandi listamaður í áratugi og sýnt reglulega og víða. Síðustu 10 árin hefur hann fyrst og fremst safnað efni úr íslenskri náttúru, og notað það í listsköpun sinni. Áherslan hefur verið á orku, hreyfingu og sífellt endurnýjandi ferli náttúrunnar. Trén með sínar rætur og greinar er aðal viðfangsefnið og kemur stöðugt til baka síðustu árin. Sýningin er hugsuð sem ein heild þar sem Joris vinnur með form trésins og táknrænt gildi þess.
Joris (1958) stundaði nám í myndmennt í í Tilburg 1977-83 og í AKI (Akademie voor Beeldende Kunst en Industrie), 1983-86 í Enschede, Hollandi. Joris hefur verið starfandi myndlistarmaður á Akureyri síðan 1991.
Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi, Svíþjóð, í Hollandi og í Þýskalandi. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, s.s. í Listasafninu á Akureyri og Listasafni Reykjavíkur.
“In my art creations I research and play with natures foundation. To create and listen to my intuition is my way of living and to better understand the environment and life itself. The works are often symbolic and both interpret and express emotions, contact and mans relationship with nature in a personal way. Iceland´s untouched nature is a constant source of inspiration to me.
Joris Rademaker (born 1958) studied art in Tilburg in the Netherlands 1977-83 and at AKI, Akademie voor Beeldende Kunst en Industrie, in Enschede 1983-86. He has held several solo exhibitions in Iceland, Sweden, the Netherlands and Germany. He has also participated in numerous group exhibitions such as at
Reykjavik Art Museum and Akureyri Art Museum. Joris has been living in Iceland since 1991.